Sumarið er tíminn



Mér hefur alltaf þótt sumarið alveg frábær tími. Verð þó að viðurkenna að mér hefur fundist svoltið mikið af rigningardögum núna eftir að ég fór að geta farið með Stein Hrannar út að labba. Ég vil þó alls ekki eitthvað vera að draga úr því að það hafa komið alveg frábærir dagar líka. Það er náttúrulega voða lítið annað sem ég geri, en að fara út að labba. Og þá langar mig að sjálfsögðu að hafa gott veður. Tvisvar hef ég lent í því að vera orðin blaut í gegnum skóna mína.. og þó eru þetta alveg ágætis skór. Það er nú gott að ég er með gott plast til að setja yfir kerruna...hehe. Ekki það að enginn er verri þó hann vökni. Vil þó helst komast hjá því að verða veik ;o). Síðustu dagar hafa þó alveg verið til þess að ég virkilega var að spá hvort að það væri kannski bara komið haust. Búið að vera eitthvað svo drungalegt og bara svona haustlegt.
Sumarið núna er samt ekki alveg eins og ég hafði séð það fyrir mér...síðasta sumar. Ætlaði sko að eyða sumrinu í að rúnta á mótorhjóli og leika mér. Þegar ég svo uppgötvaði að ég var ólétt þá sá ég fyrir mér að ég væri að eiga í byrjun sumars og færi svo norður og yrði fyrir norðan fyrsta mánuðinn á meðan ég væri að venjast því að vera mamma. En það fór heldur ekki þannig. Jújú ég skrapp norður... en það var bara í tvær vikur og þegar ég kom til baka var snúðurinn minn orðinn 3 mánaða.
Ég er ekki alveg að ná því að litli snúðurinn minn sé orðinn 4 mánaða, í dag. Þessi tími hefur alveg flogið framhjá mér... svona eftirá að hyggja allavega. Og nú eru því í rauninni bara 4 mánuðir eftir af fæðingarorlofinu mínu. Ég ætla svo reyndar að taka sumarfrí í beinu framhaldi. Og þarf vonandi ekki að fara að vinna fyrr en eftir áramót. En það eru nú samt bara 5 mánuðir í það.

Jæja ætla að fara að sinna gullinu mínu, því ég heyri að hann er að rumska.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Þú ert að standa þig svo vel elsku Gullan mín, og mikið ferlega er drengurinn að braggast vel, gullfallegur ;) og ég sagði þér að tíminn liði alltof hratt eftir barneign ;) mitt "kríli" er að ná mér í hæð  Knús á ykkur dúllurnar

Erna Lilliendahl, 24.7.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband