Ný færsla



Jæja... nú er verið að biðja um nýja færslu. Er búin að opna bloggerinn oft til að skrifa en alltaf þegar ég ætla að byrja vaknar litli snúðurinn minn og ég þarf að fara að sinna honum. Jæja gerum allavega tilraun núna...hehe.
Ekki það að ég hef nú yfirleitt voða lítið að segja hér þar sem flestar fréttir fara alltaf inn á síðuna hans Steins Hrannars...hehehe.

Ég var nú samt að hugsa um það um daginn hvort að ég hefði eitthvað breyst síðan ég varð mamma. Held ekki... nema að í augnablikinu gerir maður náttúrulega voða lítið annað en að hugsa um hann.... sem leiðir óhjákvæmilega til þess að maður hefur um voða lítið annað að tala. Og þetta er stærsti hluti ástæðunnar fyrir því að flestar fréttirnar fara bara inn á síðuna hans Steins Hrannars...fréttirnar snúast allar um hann en ekki mig...hehehe.
Ég er búin að vera að pirra mig svo mikið á því undanfarið hvað ég er búin að bæta miklu á mig síðan ég átti. Búin að þyngjast meira eftir að ég átti en á meðgöngunni. Held að ég verði bara að sætta mig við það að það eru bara alls ekkert allir sem að grennast við brjóstagjöf... og ég er sennilega ein af þeim sem gera það ekki. Enn hefur mér ekki tekist að komast í ræktina aftur eftir fæðinguna. Sem er slæmt þar sem líkamsrækt er mín fíkn. En það eru þó þær aðstæður sem ég er í sem hafa komið í veg fyrir að ég hafi komist. Og núna þegar ég var loksins búin að finna plan til að komast í ræktina... þá kemur leiðinlegt veður.. þ.e. endalaus úrhellis rigning. Væri nú allt í lagi ef það væri bara smá rigning...en þar sem ég er búin að verða þónokkuð oft blaut í gegn þegar ég fer út að labba með litla manninn, þá hef ég ekki verið að labba líka í ræktina.
Verð að fara að muna eftir að hringja til að spyrja hversu ung börnin mega vera þegar maður fer með þau í pössunina í ræktinni. Brjóstaþokan er enn að há mér svoltið. Gleymi öllu jafn óðum...hehe. Hélt að þetta ætti að lagast á 6 mánuðum eftir fæðingu. Það styttist nú í að 6 mánuðirnir verði liðnir hjá mér...en mér finnst ég ekkert vera að lagast. Það er þó ekki öll von úti enn.
Ég held að ég hafi aldrei horft eins mikið á sjónvarpið og undanfarnar vikur. Og þar kemur þó eitt sem segir mér að ég gleymi ekki alveg öllu...hehehe...rosalega er mikið um að þættir séu endursýndir. Og þegar ég er búin að horfa á sama þáttinn svona þrisvar til fjórum sinnum yfir vikuna þá er maður nú kominn með nett leið á þeim þætti...hehehe.. ég nefnilega man þættina...hehehe. Hef aldrei lent í að taka eftir þessu áður. Hef yfirleitt haft það mikið að gera að ég hef sjaldnast horft mikið á sjónvarp. Og oft hafa liðið dagar og jafnvel vikur á milli þess sem ég kveiki á sjónvarpinu. En ekki núna...neibb...kveikt á því á hverjum degi. Viðurkenni nú samt alveg að það er nú ekkert alltaf sem ég er að horfa á það þó að ég sé með kveikt á því. Bara eitthvað notalegt við að hafa smá líf í kringum sig...ef sjónvarpið getur flokkast sem líf...hehe.

Eitt sem mig langar til að nefna hér... hringið á undan ykkur ef þið ætlið að kíkja í heimsókn til mín. Ef ég er með strákinn á brjósti og dyrabjallan hringir, þá svara ég ekki nema ef ég hef átt von á einhverjum. Er búin að lenda óþarflega oft í því að fá votta jehova eða einhverja sölumenn í heimsókn og koma til dyra næstum því bara með brjóstið lafandi út...hahahaha...sem er sennilega ekki fögur sjón. Ég reyni líka yfirleitt að hafa gemsann í seilingar fjarlægð svo að ég geti náð í hann ef hann hringir. Hef ekki lagt jafn mikla áherslu á að heimasíminn sé nálægt þar sem það eru svo fáir sem hringja í hann.
Látið þetta samt ekki stoppa ykkur í að koma í heimsókn. Því að ég hef alveg þörf fyrir að fá heimsóknir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband