Gleðilegt árið



Vil byrja á að óska ykkur gleðilegs árs og þakka fyrir það gamla. Eins og ég sagði í síðustu færslu var síðasta ár viðburðaríkt. Ég reikna nú alveg með að þetta ár verði það líka.
Næsta verk á dagskrá hjá mér er að koma mér aftur í vinnu. Mun gera það núna um næstu mán.mót. Kvíði pínu fyrir... en hlakka líka til. Er alveg tilbúin, svona félagslega, til að fara að vinna aftur. En þetta verður pínu flókið...svoltið pússl. En að sjálfsögðu er þetta skref sem maður verður að taka fyrr eða síðar...hehehe. Dagmamman sem Steinn Hrannar er að fara til segir að hann sé á góðum aldri fyrir aðlögun. Geri þó ráð fyrir að þetta verði frekar erfið aðlögun...svona miðað við hversu háður hann er mömmu sinni. Hann fer þó ekki í aðlögun fyrr en 8.feb. Þannig að ég þarf að redda mér pössun fyrir hann fyrstu vikuna í febrúar...þ.e. í næstu viku. Verð að vinna frá 8-12 og þarf pössun fyrir gæjann á meðan.
Er búin að vera að koma mér af stað í ræktinni aftur. Sé samt framá að komast ekkert mikið í ræktina svona á meðan strákurinn er að venjast því að vera hjá dagmömmunni. Þarf nefnilega að taka ræktina í beinu framhaldi af vinnunni... þannig að svona fyrst í stað kann ég ekki við að taka hann beint frá dagmömmunni og setja hann í gæsluna í ræktinni. En þetta vonandi kemur allt.
Er búin að vera pínu pirruð við strætó núna. Lenti í því um helgina að strætó lokaði hurðinni á kerruna með Steini Hrannari í ... og svo reif bílstjórinn bara kjaft við mig. Og ekki nóg með það heldur er líka verið að fækka ferðunum á eina strætónum sem ég er eitthvað að ráði að nota. Sem þýðir að ég get t.d. ekki notað hann til að komast í ræktina um helgar. Því að strætóinn byrjar ekki að ganga fyrr en um kl. 12... en barnagæslan í ræktinni lokar kl. 13.
Well ætla ekki að vera að bögga mig á því... þarf bara að labba meira..hehehe.. hlýt þá að komast fyrr í betra form ;o)
Jæja ætla að fara að koma mér í ró... þarf að læra að fara snemma að sofa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband