Í tómu tjóni

Hef nú ekki skrifað inn hérna lengi.. bara svona skella inn sama bloggi og á hinni síðunni ;o) 

Jamms... ég er bara búin að vera í tómu tjóni undanfarið. Hangi hérna í lausu lofti og veit ekkert í minn haus. En það er nú bara gaman að því ... eða þannig.
Vil samt ekki vera að kvarta, ekki eins og það bjargi neinu. Best að líta bara jákvætt á þetta. Hlýtur að koma eitthvað gott útúr þessu á endanum.
Var reyndar að lesa stjörnuspána mína sem er í Smáralindarbæklingnum sem er nýkominn út.... og VÁ!!! hvað hún hittir akkurat í mark. Passar svooooo við það sem er í gangi hjá mér núna....hehehe...fyndið.

Er loksins búin að fá greitt út úr tryggingunum. Fór og skrifaði undir pappíra á föstudaginn og átti þá að fá peninginn en þurfti að sjálfsögðu að hringja aftur á þriðjudaginn og reka á eftir því. Þá loksins gekk það í gegn.
Síðustu tveir tímarnir í Dale Carnegie verða í næstu viku. Svo að líf mitt fer kannski að fara að falla aftur í eðlilegar horfur.
Langar ógeðslega mikið að fara norður 17. júní helgina en ég er orðin svo sein að panta flug að það er alltof dýrt. Spurning því að auglýsa bara hérmeð eftir ferðafélaga. Nenni nefnilega ekki að keyra ein... fyrir utan að það er ennþá ódýrara ef fleiri skipta með sér bensínkostnaði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Allstaðar fylgist maður með þér

Erna Lilliendahl, 12.6.2007 kl. 23:31

2 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Hæ Gulla mín : ) gaman að fá að fylgjast með þér...kíkji örugglega í nudd við tækifæri!

Knús 

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 15.6.2007 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband