Föstudagur, 29. júní 2007
Sumarið komið??
Jæja snúlluzarnir mínir, ætli sumarið sé loksins komið???
Það er búið að vera alveg frábært veður núna síðustu daga. Tók mér sumarfrí á mánudag og þriðjudag og var bara mjög heppin með veður...ótrúlegt en satt. Þriðjudagurinn fór reyndar smá í búðaráp en ég naut sólarinnar líka. Fór í sund og svona. Svo reyndar bauð hún Hulda dúlludúskur mér í bíó á Die Hard 4.0. Alveg ágætist mynd. Allavega stóðst hún alveg mínar væntingar.
Núna eru síðustu dagar undirbúnings fyrir litla afmælispartýið mitt. Held að þetta verði nú samt bara mjög fámennt. Boðskortin fóru seint út og margir búnir að plana annað. En það verða þá bara meiri veitingar fyrir hina...hehe.
Það virðist einhvernveginn alltaf vera nóg að gera hjá mér samt. Ekki bara í nuddinu heldur líka í lífinu sjálfu. Engin hvíld fyrir Gullu litlu.
Langar nú líka svoltið að njóta þess að vera til svona meðan það er svona gott veður allavega. Búin að taka fram sumarfötin og svona... þ.e. þetta litla sem ég passa ennþá í...hmmm.... hef bara þurft að versla mér föt til að geta verið sömmerlí.
Ég er þó heppnari en hún Guðrún mágkona/vinkona mín. Hennar sumarföt eru læst niðri í geymslunni hennar... og viti menn... lykillnn týndur. Það er nú ekki gaman að lenda í því. Ég var nú samt að segja henni að brjótast bara inn í geymsluna. Þýðir ekki að bíða bara og bíða... ekki eins og lykillinn finnist....þar sem hann týndist ekki í íbúðinni (allavega mjög ólíklega).
Haldið þið ekki líka að gellan hafi bara farið og keypt sér kjól um daginn ... hmmm ... reyndar tvo...hehehe. Verð í öðrum í afmælispartýinu mínu og hinum í brúðkaupinu hjá dúllurössunum þeim Sigrúnu og Begga. Eins gott að það verði gott veður báða þessa daga...hehehe.
Við Jói vorum að pakka inn brúðargjöfinni, sem við gefum saman. Og ég fékk að pakka inn... jei jei... ég er svo mikil ruglurófa að mér finnst svakalega gaman að pakka inn. Veit ekki hversvegna. Búið að finnast þetta alveg frá því að ég fór að vinna í Bókabúð Jónasar og fékk að hafa meira lausar hendur með það hvernig ég pakkaði inn. Þ.e. fleiri gerðir af pappír og borðum. Get sjálf alveg misst mig þegar ég er að kaupa borða og pappír.
Pirr pirr... verð nú smá að fá að pirrast líka.
Var svo svakalega dugleg að þrífa bílinn minn um síðustu helgi. Svo er maður varla fyrr búinn að þrífa bílinn en þessi helv.... mávar eru búnir að skíta yfir allan bílinn. Þeir byrjuðu samt bara pent... ein skella á aftari hliðarrúðuna bílstjóra megin... og svo bættu þeir um betur... allt húddið.. og núna afturrúðan líka.... arg arg.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.