Síðbúið afmælispartý

Gulla

Hélt loksins upp á afmælið mitt núna á laugardagskvöldið. Erna vinkona sá um að plana allt og mesta undirbúninginn. Ég reyndar bakaði afmæliskökuna og verslaði inn aðrar veitingar. Var þó bara um að ræða fámennt og rólegt partý....ekki annað hægt þegar maður er orðinn svona gamall....hehehehe....segi bara svona.
Bauð reyndar fleirum en mættu en geri mér alveg grein fyrir því að þetta er nú ekki besti tíminn til að halda partý... þar sem allir eru í útilegum og svoleiðis... jú og svo þurfti Bryndís Eva endilega að unga út sama dag.....hehe... til lukku krúslurnar mínar með stækkun fjölskyldunnar.
Var með gestabók sem skrifað var í. Það hinsvegar lá við að ég táraðis þegar ég las það sem fólk skrifaði....það var allt svo sætt eitthvað.
Ég vil því bara þakka innilega fyrir mig.

Bleytti vel upp í mér um helgina. Því ég fór í sund bæði á föstudag og laugardag. Ekkert smá notalegt svona í góða veðrinu. Var búin að taka mig til fyrir sundi í gær líka en endaði svo bara í sólbaði með Guðrúnu, systir hans Kalla. Við reyndar flúðum upp á svalir þegar farið var að taka myndir af okkur... einhverjir útlendingar sem voru á neðstu hæðinni....pirr pirr.
Í gærkvöldi grilluðum við svo heima hjá mér. Held að Fannar snúlluz ælti að koma í afganga til mín í kvöld, þar sem hann var sofandi í gærkvöldi þegar hann átti að borða með okkur..hehehe.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Eins gott að kvitta allsstaðar!!! Mikið væri nú gaman að sjá mynd af þér frá því á laugardaginn, gyðju líkust!

Erna Lilliendahl, 2.7.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband