Brúðkaup Sigrúnar og Begga


Fór í gær í brúðkaupið hjá þeim Sigrúnu og Begga. Þetta var mjög skemmtilegt og fallegt brúðkaup. Alveg einhvernveginn í þeirra anda...þ.e. ekki of stíft en samt fallegt.
Við Jói fórum saman í kirkjuna og Sissi kom svo, með Mónu litlu, smá stund í veisluna. Ég er búin að vera að setja inn myndir úr brúðkaupinu og getið þið séð þær á http://www.bebo.com/PhotoAlbumBig.jsp?MemberId=510510464&PhotoNbr=1&PhotoAlbumId=4913334118
Ótrúlegt en satt þá var ég bara í nýjum kjól númer tvö...hehehe...

Það hefur nú ekki verið oft, síðustu árin, sem sést hefur til mín í kjól. En skiptunum fer greinilega fjölgandi. Og núna á ég tvo svona sumarlega kjóla og verð að sjálfsögðu að nota þá.
Eftir veisluna skutlaði ég Jóa niður í bæ og fór sjálf smá á rúntinn. Var svo bara stillt og góð og komin heim rétt fyrir eitt í nótt.
Vaknaði svo bara hress og kát, fór í ræktina og beint úr ræktinni í sund. Rosa gott að eiga svona daga. Fór svo áðan með Jóa og fékk mér ís og þvoði bílinn. Þannig að núna er ég feit og falleg á hreinum bíl...hehehehe.

Stjörnuspá dagsins á mbl.is
Naut: Þar sem þig langar ekki að svara fyrir hugmyndir þínar eða gjörðir einmitt núna, kanntu vel að meta fólk sem tekur þér eins og þú ert.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Vinsamlegast notaðu ekki F-orðið í þínum samskiptum, þú ert ekki lengur í klúbbnum!!! Gullfalleg stelpa, og virkilega njóttu þess

Erna Lilliendahl, 8.7.2007 kl. 23:56

2 identicon

Þú ættir að fara oftar í kjól það fer þér mjög vel.... Feit hvað hefurðu séð mig??? híhíhí

Hafrún Ásta (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 19:52

3 Smámynd: Guðlaug Margrét Steinsdóttir

hehehe já ég hef séð þig snúllan mín ... og þú ert ekki feit ... það breytir ekki því að manni líður pínu feitt þegar maður er búin að vera að borða ís (bragðaref)

Guðlaug Margrét Steinsdóttir, 11.7.2007 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband