hmmm

Stjörnuspá dagsins

Naut: Hugsanir um húsið og bílinn og reikninga eyðileggja fyrir ástinni sem þarfnast næringar. Þar til í kvöld. Gerðu eitthvað rómantískt.


Ætli þetta standist. Verð reyndar að viðurkenna að hugsanir um húsið og bílinn og reikninga hafa verið svoltið ríkjandi hjá mér upp á síðkastið. Kannski sér loksins fyrir endann á þessu áhyggjuefni mínu núna... hver veit???
Annars er eirðarleysi alveg að verða búið að drepa mig. Get ekki verið kjurr eina mínútu. Vil reyndar að hluta til kenna kallinum um það....hehehehe.... hann er verri ef eitthvað er. Erum í hálfgerðri fjarbúð núna þessa dagana. Og alltaf virðist vera nóg að gera samt. Ætlaði smá bara að skreppa til Þorlákshafnar á mánudagskvöldið... var komin þangað um kl. 19 og held að ég hafi ekki lagt af stað heim fyrr en um hálf eitt.... Grilluðum hjá Ragga og Elsu, sem voru að koma frá USA á mánudagsmorgun. Svo þegar heim var komið þá kjöftuðum við svo mikið að ég held að ég hafi ekki verið að fara að sofa fyrr en um hálf fimm.... og þurfti að mæta í vinnu kl átta. Já já Gulla litla pínu þreytt í vinnunni á þriðjudaginn. Þurfti svo að útrétta eftir vinnu á þriðjudaginn þannig að það var engin elsku mamma þá. Fór svo reyndar í sund á þriðjudagskvöld... var í heitu pottunum sennilega í rétt um klukkutíma fór heim fékk mér smá að borða og svo bara lá ég í móki fyrir framan sjónvarpið þar til ég skreiddist inn í rúm um hálf eitt. Var að einhverjum ástæðum samt ekki búin að fylgjast mikið með því sem var í sjónvarpinu...hmmm...gæti verið að ég hafi kannski pínu dottað...hehehe.... ekki dóttir pabba og mömmu fyrir ekki neitt..hehehehehehehe.
Í gær átti svo hún Móna litla, hans Sissa, eins árs afmæli. Innilega til hamingju með það litla sæta skott. Og Sissi minn, innilega til hamingju með dótturina...mátt alveg vera stoltur af henni því hún er svo yndisleg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

KLUKK!!!

Erna Lilliendahl, 13.7.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband