Alveg veik núna

Núna er ég alveg orðin veik.  Pétur, vinur minn, var að kaupa sér nýtt mótorhjól í gær og ég fékk að máta.  Beið eftir mér þegar ég var búin í ræktinni í gær.  Hjólið fór mér alveg svakalega vel...hehehe...náði meira að segja niður...held því samt alveg fyrir mig hversu vel ég náði niður..hehe.. Pétur er meira að segja búinn að lofa að ég fái að prufa dýrið við tækifæri.  Sagði samt að ég ætti ekki að kaupa mér svona kraftmikið hjól til að byrja með... ekki það að ég sé alveg svo vitlaus sko....þó að ég sé ruglurófa.
Var einmitt að ræða það við Sissa í gær að ég þyrfti að fara að kaupa mér hjálm.  Langar ekki að vera með hjálm sem fullt af fólki hefur verið með, þegar ég fer að læra.  Geri ráð fyrir að kaupa einhvern svona ódýrari hjálm svona til að byrja með.  Þeir gera alveg sitt gagn en endast bara ekki eins lengi. 
Ofan á þetta var ég svo að labba yfir í mötuneytið áðan og voru þá ekki bara tvö hjól fyrir utan Símabúðina...venjulega er bara eitt sko... og ég er vön að slefa nógu mikið yfir því... en þegar þau eru orðin tvo... þá verð ég alveg óð...hehehe... ef svo má að orði komast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Djöfull verðuru flott skvísa á hjóli, hell on wheels! Þú verður að SJÁLFSÖGÐU að koma svo og taka gömlu kerlinguna á rúntinn....

Erna Lilliendahl, 14.8.2007 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband