Sunnudagur, 19. ágúst 2007
Menningarnótt
(Skrifað í gær):
glitter-graphics.com
Úff hvað ég er lítið menningarleg...hehehe...fór reyndar á seinni hlutann af tónleikunum í gærkvöldi. Gamla settið var að koma í bæinn og dróg mig með. Lögðum bílnum bara fyrir utan hjá Freyju sys og löbbuðum þaðan. Sem var bara snilld því að við lentum ekki í neinum vandræðum með að komast í burtu eftir að tónleikarnir voru búnir.
Er samt bara búin að nota daginn í dag í að úrtrétta í staðinn fyrir að þykjast vera eitthvað menningarleg. Finnst þó líklegt að ég reyni allavega að sjá flugeldana í kvöld... annað kemur bara í ljós.
Við ætlum svo að grilla í kvöld. Pabbi og mamma komu með nesti með sér úr sveitinni og svo keyptum við kjúkling til að hafa líka.
Ég er nú samt eitthvað hálf þreytt eftir fyrstu vinnuvikuna eftir sumarfrí. Ekki nóg með að ég væri að byrja aftur eftir þriggja vikna frí heldur er líka búið að breyta starfinu mínu aðeins þannig að ég er ekki að gera alveg það sama og ég var að gera. Og það gerir mig náttúrulega ennþá þreyttari... svona að vera að reyna að standa mig í einhverju sem ég er ekki vön og hálfpartinn að læra eitthvað nýtt.
Verð þó að viðurkenna að ég hef svona aðeins verið að líta í kringum mig eftir nýrri vinnu. Ekkert þó orðið ákveðið í þeim efnunum. En endilega komið með hugmyndir ef ykkur dettur eitthvað sniðugt í hug fyrir mig að gera... hef samt ekki efni á að lækka í launum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.