Síðustu dagar



Búin að hafa nóg að gera í vinnunni sl viku. Nudda á fullu og að sjálfsögðu ræktin... sem þýðir... gamla góðar rútínan komin á sinn stað.
Hef ekki enn komist í að kaupa mér hjálm. Er ekki nógu klár í því þannig að ég þarf að hafa einhvern kláran með mér...t.d. hann Sissa minn...hehehe....hint hint.

Skrapp í sumarbústað eftir vinnu í gær og kom til baka um miðjan dag í dag. Það var hún Erna vinkona sem var að bjóða mér og fleirum. Hún er að halda upp á afmælið sitt þessa helgi. Þ.e. boðið var í þrítugsafmæli töku tvö...hehehe.. ég ætla líka að gera þetta. Héðan í frá verða bara þrítugsafmæli...hehehe fer ekki hærra.
En allavega. Við Hafrún urðum samfó í bílnum hennar..hehe.. Gulla litla slapp við að keyra. Bústaðurinn, sem við fórum í, er í Minni-Borgum í Grímsnesi. Mjög fínn og rúmgóður bústaður. Vorum komnar þangað milli sex og hálf sjö í gærkvöldi. Komum okkur þægilega fyrir og hófumst svo handa við að grilla. Tókum smá Trivial á meðan potturinn var að hitna og svo var það að sjálfsögðu potturinn. Þetta var yndisleg stund. Held að við höfum verið að fara að sofa um kl. 4 í nótt... nema ólétta konan hún Hafrún sem fór inn svoltið fyrr. Þrátt fyrir næturbrölt vorum við Erna komnar á fætur fyrir 10 í morgun. Komum okkur í gang, gerðum pottinn aftur kláran og svo var það bara sælan í pottinum þar til tími var kominn til að huga að frágangi og heimferð hjá mér. Erna ætlar þó að vera áfam í bústaðnum með honum Jóa sínum.
Er að skella inn myndum úr ferðinni.

Fór svo áðan og náði í Guggu (systir Kalla), Fannar og Atla út á flugvöll. Þau voru að koma til baka úr tveggja vikna fríi á Rhodos. Hefði nú alveg viljað vera með þeim þarna úti... ég var þó allavega samfó út á flugvöll og aftur til baka... þó að þau væru í hlýjunni úti og ég í kuldanum hér á klakanum....ekkert bitur sko...hmm..hehe...grín.
Mér leið nú samt eitthvað hálf hvítt við hliðina á þeim núna. Samt hefur fólk verið að kvarta yfir því að ég sé brún..hmmm.
Ósköp finnst mér nú samt gott að vera búin að fá þau heima aftur. Búin að sakna þeirra bara svoltið þessar síðustu tvær vikur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Takk fyrir samveruna um helgina elsku Gulla mín :)

Erna Lilliendahl, 26.8.2007 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband