Sunnudagur, 30. september 2007
Tími á blogg

glitter-graphics.com
Hmm já hvað á ég að segja. Er búin að fara í fjóra bifhjólatíma...og í gær var fyrsti götuaksturstíminn hjá mér. Fer sennilega í annan götuakstur á morgun. Úff hvað þetta er gaman. Gengur líka bara alveg ágætlega held ég. Er samt aðallega búin að vera á 250 hjóli en mun taka prófið á 500 hjól svo að ég verð að æfa mig á því hjóli áður en ég get farið í prófið.
Nú verð ég svo bara að fara að finna mér góðan mótorhjólagalla. Þýðir víst lítið að vera bara á gallabuxum og í gamla mótorhjólaleðurjakkanum hans Sissa...ekki það að ég tek mig svakalega vel út í honum..hehehe. Og ökukennarinn hældi mér nú hvað ég væri í góðum jakka...hehehe. Þannig að ég þurfti bara þunnt vesti í götuaksturinn en ekki vesti með brynju.
Var að skoða galla á netinu um daginn og sá einn sem mér leist mjög vel á. Hann kostar tæplega 70 þúsund og er það bara nokkuð vel sloppið með góðan galla. Hef samt ekki skoðað hann í versluninni sjálfri svo að það er nú ekki alveg að marka. Allar ábendingar um góða en ódýra galla eru vel þegnar. Held samt að ég reyni að fjárfesta í góðum hönskum sem allra fyrst. Geri ráð fyrir að kaupa gallann í smá skömmtum. Þannig að þið vitið hvað þið megið gefa mér í jólagjöf...hehehehe.
Er búin að vera hálf útkeyrð eitthvað upp á síðkastið. Hef því lítið nuddað. En fékk góðar fréttir á föstudaginn og því var allvega einum áhyggjunum færra á mínum herðum.
Ég hef þó verið að reyna að styðja við bakið á vinkonu minni sem hefur átt frekar erfitt... þó að ég hafi nú kannski ekki haft mjög mikið að gefa. En hún hefur verið að ganga í gegnum hluti sem að maður óskar engum. Vona að ég hafi sýnt henni að ég er vinkona hennar líka á erfiðum tímum.
Hef þó verið dugleg að fara í ræktina líka ... enda er maður nú eitthvað hálf druslulegur þá daga sem maður ekki fer í ræktina..hehe.. en það er kannski af því að maður er pínu háður henni.
Leigjandinn fluttur inn... svoltið skrítið að þurfa allt í einu að fara að sofa með lokað inn til sín. Og geta ekki labbað nakinn fram. En það hlýtur að venjast.
Athugasemdir
Þú ert nú svo hot, hann hlýtur að venjast þér nakinni ;) Einstaklega dugleg og ástrík, það ert þú í hnotskurn .... Hlakka til að sjá þig spóla upp malbikinu í framtíðinni í flottum leddara!
Erna Lilliendahl, 30.9.2007 kl. 23:52
Þú hefur hér með verið "klukkuð", hlakka til að lesa svörin þín
1. Ef þú værir ofurhetja, hvað væri nafnið og hverjir væru hæfileikarnir?
2. Ef þú ætlaðir að skrifa bók, um hvað væri hún?
3. Á hvaða tíma sögunnar hefðir þú helst viljað lifað?
4. Hvaða frægri persónu hefur þér verið líkt við?
5. Hvaða dýr myndir þú helst vilja vera?
Erna Lilliendahl, 8.10.2007 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.