Miðvikudagur, 10. október 2007
Bloggleysi

glitter-graphics.com
Var að fá kvörtum um að ég væri hætt að blogga.
Búið að vera eitthvað svo upptekin að ég hef voða lítið sest við tölvuna hérna heima. Og í vinnunni er búið að vera meira en nóg að gera.
Er búin að vera á fullu að pússla saman bifhjólatímunum, nuddinu, ræktinni og öllu hinu. Fer sennilega í síðata bifhjólatímann á laugardaginn og svo prófið á mánudaginn... ef allt gengur að óskum. Kennarinn á þó eftir að panta tíma í prófið (síðast þegar ég vissi).
Lenti í smá óhappi í síðasta tíma. En það fór ekkert svo illa... er bara aðeins marin og smá bólgin. Kennarinn óskaði mér til hamingju. Svo héldum við bara áfram með tímann. Er ekki alltaf sagt að fall sé fararheill...hehe...
Það var tengiliðamatur/partý heima hjá Binnu á laugardaginn síðasta. Svaka stuð og rosa góður matur. Lögðum bara saman í púkk og svo var bara versluð læri og meðlæti og eldað. Ég lét mér nægja að vera bara þarna heima hjá henni. Fór svo bara heim þegar fólk var að tínast í bæinn.
Leigjandinn er alveg fluttur inn núna. Var meira að segja með strákinn sinn hérna um síðustu helgi. Litli strákurinn er algjört krútt. Og á sunnudagsmorgun sátum við tvö frammi í stofu og horfðum á Nemó... þar til ég stakk af í ræktina. Bjarni var bara sofandi inni í herberginu sínu. Samt var það nú hann sem fór snemma að sofa kvöldinu áður, en ekki ég.
Kíkti á Freyju systir í vinnuna, um daginn. Fékk smá sightseeing um Blóðbankann. Var svo þarna með henni á meðan hún var að sinna því sem þurfti að sinna um kvöldið... alveg þar til öll föst rútína var búin og hún þurfti að fara að leggja sig. Verður víst að nýta tækifærin meðan þau gefast. Ef eitthvað skildi koma uppá um nóttina. Þetta var mjög fróðlegt en ég er þó ekki ennþá farin að gefa blóð...hmmm...er svo nálahrædd. Samt er ég með frekar sjaldgæft blóð þannig að blóðbankinn myndi nú sennilega þyggja smá frá mér.
En well... verð að drífa mig í bælið... þarf víst að vakna eldsnemma í fyrramálið.
Athugasemdir
Gangi þér vel í prófinu Gulla mín!

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 13.10.2007 kl. 10:29
takk takk
Guðlaug Margrét Steinsdóttir, 13.10.2007 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.