Miðvikudagur, 17. október 2007
Náði

glitter-graphics.com
Já já mín bara náði bifhjólaprófinu í fyrstu tilraun. Gerði eina villu í götuakstrinum (af því að ég er svo lítil...hmmm) en prófdómarinn sagðist ætla að horfa framhjá henni þar sem ég hefði staðið mig svo frábærlega að öðru leiti. Þetta var allavega það eina sem hann setti útá.
Þannig að núna er ég komin með réttindi til að aka stóru bifhjóli...hehehe. Mér skilst að það séu nú fæstir sem héldu að ég myndi láta verða af þessu. Veit ekki alveg afhverju samt... spurning hvort að það sé sveitasakleysið...hehehe.
Fyrir utan þetta þá er nú voða lítið að frétta. Núna fer maður bara að detta inn í gömlu rútínuna aftur. Nudda á fullu og fara í ræktina. Fyrst að ég er búin í bifhjólatímunum. Þannig að nú er það bara að reyna að skrapa saman fyrir mótorhjólagallanum og svo að sjálfsögðu hjólinu svo að ég verði klár fyrir næsta sumar. Spurning hvort að fólk sé tilbúið að gefa mér eitthvað uppí þetta allt í jólagjöf bara...hehe.
Mér skilst reyndar að hjól bíði eftir mér á ákveðnum stað. Og nú er bara spurningin hvort að ég skelli mér ekki bara þangað til að nálgast það. Ætla samt ekkert að vera að gera mér of miklar vonir um það. Það verður þá bara gaman ef af því verður...hehehe.
Svo er hún mamma að fara að kíkja við í höfuðborginni á leiðinni til USA. Veldi á gellunni bara. Verður nú gaman að fá kannski rétt að sjá glitta í hana svona áður en hún heldur af landi brott. Skilst þó að það verði ekki tími til að sjá hana eftir að hún kemur heim, áður en hún fer norður. Við sjáum þó bara til... spurning hvort að allir verði ekki bara svo drukknir á heimleiðinni að það verði enginn í ökuhæfu ástandi og þurfi að láta renna af sér áður en haldið er norður....hehehe... kemur allt í ljós.
En jæja... sennilega best að koma sér í bælið... þar sem ég er búin að hengja íþróttafötin mín upp úr þvottavélinni. Og alveg jafn langur dagur á morgun og var í dag.... Vinna, nudda og ræktin.
Athugasemdir
Til hamingju með prófið elsku Gulla mín!
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 18.10.2007 kl. 18:08
takk takk :)
Guðlaug Margrét Steinsdóttir, 18.10.2007 kl. 20:32
Þú ert LANGFLOTTUST!!!
Erna Lilliendahl, 18.10.2007 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.