Lasaruz


glitter-graphics.com

Já mín er bara búin að vera lasaruz síðustu daga. Er vonandi að hressast og stefni á að mæta í vinnu á morgun. Það að vera veik heima er eitt það leiðinlegasta sem ég geri. En ég er nú ekki alveg ein um það að vera búin að vera veik. Hann Kalli minn er búinn að vera að æla lungum og lifur og ég held nú jafnvel að ég sé bara þónokkuð hressari en hann. Svo var hann Sissi krútt líka veikur heima í dag...þ.e. framyfir hádegi. Þá reyndi hann að koma sér á fætur og út. Hann var meira að segja svoooooo sætur að hann kom og færði mér mótorhjólahanska að gjöf og óskaði mér til hamingju með mótorhjólaprófið. Algjör krútt bara.
Mamma kíkti við hérna á föstudagskvöldið og gisti hjá mér. Og Freyja kom þá líka í smá heimsókn. Á laugardagsmorgun litaði ég svo hárið á mömmu og setti í hana strípur. Freyja og Snorri kíktu svo við aftur rétt þegar mamma var að skola strípulitinn úr. Þannig að þau gátu séð árangurinn áður en gellan fór svo á flugvöllinn og hélt til USA.
Jæja ... er eitthvað svo ónýt núna hálf slöpp ennþá að ég man ekkert til að segja. Ætla því bara að hringja smá í kallinn til að heyra hvort að hann sé enn á lífi eða hvort að hann sé búinn að æla einhverju meiru en lungum og lifur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Farðu vel með þig krútturass!!!

Erna Lilliendahl, 24.10.2007 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband