Skárri


glitter-graphics.com

Ég er mikið skárri í dag en ég er búin að vera undanfarna daga. Hefði þó ekkert á móti því að vera ennþá hressari. Er þó búin að vera dugleg og passa uppá að mér verði ekki kalt og svona... ekki alvitlaus þó að ég höndli ekki að vera of lengi heima.
Held þó jafnvel að ég ská skárri en kallinn...hmmm...hann endaði með sjúkrabíl á spítala í dag. Eftir að hann leið útaf í bílnum. Sem beturfer var einhver flutningabílstjóri búinn að vera að keyra á eftir honum og fylgjast með honum (þar sem hann keyrði hálf skringilega). Þegar sjúkrabíllinn mætti á staðinn þurfti að sprauta hann í gang með adrenalíni... ekki sniðugt. Og nú er hann búinn að vera í einhverjum allskonar rannsóknum og testum. Er bara að bíða eftir að fá að heyra niðurstöðurnar.
Það er á svona tímum sem mér finnst MJÖG erfitt að vera svona langt í burtu frá honum. Og mér hefur nú jafnvel heyrst á honum að honum finnist líka erfitt að hafa mig svona langt í burtu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Vona að þið séuð bæði á góðum batavegi....

Erna Lilliendahl, 25.10.2007 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband