Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Í lausu lofti
(færsla frá því mánudaginn 05.11.2007)
Er búin að vera eitthvað svo svakalega í lausu lofti undanfarið. Er alltaf á leiðinni að fara að gera eitthvað og svo gengur það aldrei upp. Er eiginlega orðin pínu þreytt á þessu. Svo finnst mér ég einhvernveginn aldrei vera frjáls heima hjá mér núna þar sem ég bý ekki ein...og ekki með kærastanum mínum.
Verð að reyna að endast þetta allavega fram að áramótum. Held að staðan hjá mér ætti að vera orðin þannig þá að ég geti lifað af án þess að vera með leigjanda... þ.e. bara svona eins og ég lifi af í dag með því að vera með leigjanda.
Er að mestu búin að ná mér eftir þessa skemmtilegu pest um daginn... en verð þó að viðurkenna að orkan er nú ekki alveg komin aftur. En það gæti nú kannski líka spilað inní að veðrið er búið að vera eitthvað hálf leiðinlegt.
Fór í Halloween partý á laugardaginn síðasta....og var það hún Erna mín sem farðaði mig... verð að viðurkenna að ég hefði ekki viljað mæta mér í myrkri. ..Spurning hvort að Erna splæsi á mig einni mynd eða svo... sem hún tók af mér þegar ég var komin í átfittið...hehehe.
Well.. vildi bara láta vita að ég er enn á lífi. Nenni ekki að hanga í tölvunni heima á kvöldin þegar ég er búin að vera límd við hana allan daginn í vinnunni.
Athugasemdir
Mun henda á þig mynd við fyrsta tækifæri, þegar ég er orðin tölvuvædd aftur
Erna Lilliendahl, 7.11.2007 kl. 12:58
einn dag í einu gulla
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 12.11.2007 kl. 15:23
Velkomin í bloggvinahópinn,vonandi lagast þetta hjá þér.
Magnús Paul Korntop, 19.11.2007 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.