Þriðjudagur, 27. nóvember 2007
Enn á lífi

glitter-graphics.com
Já já ég er enn á lífi. Veit að ég er búin að vera svakalega léleg að blogga. Það eru ýmsar ástæður fyrir því. En allavega... ég er búin að setja jólaseríur í alla gluggana hjá mér og komin með jóladót í vinnuna...hehehe. Og viti menn.. heitt kakó bragðast miklu betur úr jólakönnu en venjulegri könnu...hehehe... kemur svona jólabragð.
Er samt ekki farin að hlusta á jólalög nema bara þegar ég fór í Hagkaup í Kringlunni með henni Súlí vinkonu. Þá var bara verið að spila jólalög þar.
Er ekki neitt farin að undirbúa jólin að öðru leiti samt.
Það virðist einhvernveginn alltaf vera svo mikið að gera. Ætlaði að vera búin að baka sörur... en það bíður betri tíma.
Jæja.. best að koma sér í mat... er að stelast til að láta vita af mér ... þó að ég sé í vinnunni.
Knús og kossar frá Gullunni
Athugasemdir
Gott að vita af lífi í kellu :D Farðu vel með þig og ekki ofgera kakódrykkjuna...
Erna Lilliendahl, 27.11.2007 kl. 13:48
Takk takk
hehe... ekki hægt að ofgera kakódrykkjunni... núna langar mig bara í piparkökur með kakóinu...hehehe.... hef látið mandarínurnar nægja hingað til
Guðlaug Margrét Steinsdóttir, 27.11.2007 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.