Þriðjudagur, 8. janúar 2008
Smá upprifjun á nýliðnu ári
Já hvað get ég sagt. Árið 2007 byrjaði bara ósköp venjulega....þ.e. miðað við hvernig líf mitt var á þeim tímapunkti. Var reyndar ekki í sveitinni þau áramótin og var því ein þegar nýja árið gekk í garð. En engu að síður var byrjun ársins mjög svona venjuleg, ef hægt er að segja svo. Það var ekki fyrr en í lok febrúar sem upphaf mikils breytingaferlis átti sér stað. Það breytingaferli tók þónokkurn tíma, en samt fannst mér þetta gerast allt mjög hratt. Breytingarnar voru frekar neikvæðar og hafa reynt á sálarlíf mitt (all verlulega).
Ég hef þó reynt að halda mínu striki og verið í ræktinni og stundað mína vinnu, eins og ég hafði gert síðustu mánuði þar á undan.
Fór á Dale Carnegie og held ég að það hafi nú bjargað geðheilsu minni í gegnum þetta allt. Það þýðir ekki að hafa endalaust áhyggjur af því sem á eftir að gerast heldur bara taka hvern daga fyrir í einu. Og þannig lifði síðari helming ársins 2007 (og geri enn). Ef mér hefði ekki tekist það, þá er ég nokkuð viss um að ég væri sennilega inni á geðdeild núna.
Tilfinningarússibaninn hefur verið á við hrikalegasta rússíbana heims held ég bara. Þetta hefur allt tekið mikið á, en eftir stend ég þó sem þroskaðri einstaklingur (ætla ég rétt að vona).
Gríðarlegt áfall fékk ég þó núna í lok nóvember og er ég ekki alveg búin að átta mig á því sem í kjölfarið kemur. En það kemur þó vonandi fljótlega. Og þá erum við að tala um breytingar sem breyta öllu. Í framhaldi af því hef ég tekið ákvörðun sem ég veit að margir (jafnvel flestir sem bera minn hag fyrir brjósti) koma til með að fagna. Sumum hef ég sagt frá þessari ákvörðun minni en vil þó ekki vera að auglýsa hana hér þar sem ég hef ekki rætt það við þá sem hlut eiga að máli.
Í byrjun desember fór ég í tvær vikur til Danmerkur. Sú ferð var ekki alveg eins og hún átti að vera. Reyndi þónokkuð á og skilaði ekki því sem hún átti að skila. Ég get þó ekki annað en sagt að ég er samt fegin að hafa farið og verið þarna á þessum tímapunkti. Hjálpar jafnvel við að klára ákveðið mál sem þarf að klára. Í þessari ferð kynntist ég einnig frábæru fólki sem ég mun halda sambandi við. Og hafa stutt mig og reynst mér vel, þó að ekki sé langur tími liðinn frá fyrstu kynnum.
Ég veit að ég hef lagt þónokkuð mikið á þá sem þykja vænt um mig og vil ég biðjast afsökunar á því. Í leiðinni vil ég þó þakka allan stuðninginn sem ég hef fengið frá sama fólki.
Árið 2008 sé ég fyrir mér sem ár mikilla breytinga á mínu lífi. Ég get ekki annað en tekið því fagnandi, þó með vissan kvíðahnút í maga. Ég get ekki lofað að ég eigi ekki eftir að halda áfram að leggja ýmislegt á mína nánustu en vona þó að það verði á jákvæðari nótum en sl ár.
Athugasemdir
Elsku hjartans Gullan mín. Það vill svo til að það koma alltaf tímabil í okkar lífi sem virðast ekki hafa neinn tilgang nema að skapa vanlíðan og óhamingju, en ég hef komist að því í gegnum árin að þetta eru þroskaskref sem eru okkur nauðsynleg til að geta tekist á við það sem kemur næst. Það er hellingur af fólki sem veit hversu yndisleg manneskja þú ert og veit að þú hefur komist fram úr meiru en margir og ég efast ekki um að þú haldir ótrauð áfram. Ekki hika við að leita styrks, ALDREI biðjast afsökunar á tilfinningum þínum og mundu að þú getur ALLT sem þú vilt!
Risa stórt faðmlag til þín úr Vesturbænum elsku vinkona...
Erna Lilliendahl, 8.1.2008 kl. 19:06
Takk takk snúllan mín
Guðlaug Margrét Steinsdóttir, 9.1.2008 kl. 11:09
koss og knús til þín elsku Gulla mín. Tek undir orð hennar Ernu, ég efast ekki um að þú getr allt!
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 11.1.2008 kl. 09:37
takk takk... alltaf gott að heyra svona. Þið eruð líka yndislegar krúttin mín.
Guðlaug Margrét Steinsdóttir, 11.1.2008 kl. 15:54
Mundu Gulla mín að þrátt fyrir alla erfiðleika þá er alltaf ljós hinum megin og ertu að standa þig eins og hetja. Lætur ekkert stoppa þig og heldur alltaf ótrauð áfram og stendur alltaf uppi sem enn sterkari einstaklingur fyrir vikið. Endurtek orð mín í gær að ef það er eitthvað, hvenær sem er þá veistu hvar mig er að finna.
Halla (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.