Sunnudagur, 20. janúar 2008
Kisulingur

Jæja.. nú er ég bara komin með lítinn kisuling á heimilið. Var búin að ákveða að ég myndi ekki fá mér kött aftur eftir að Lúlla fór. En aldrei segja aldrei, því aldrei getur aldrei orðið aldrei.
Þetta er algjör krúttulingur... EN!!!... ég er öll orðin sundur klóruð. Og þá er ég ekki að grínast. Meira að segja bakið á mér hefur fengið að finna fyrir klónum á henni. Henni finnst nefnilega ekkert að því að hlaupa upp á axlirnar á mér... þegar ég stend og er að tannbursta mig... þó að ég sé í topp sem er ber í bakið...hmmm.
Hef reyndar fengið smá skammir í hattinn, fyrir að hafa tekið að mér kött á þeim tímapunkti þar sem ég í rauninni ekki má koma nálægt kattasandinum. Well... maður bara reynir að gæta fyllsta hreinlætis... nota hanska og vera duglega að þvo mér vel á eftir.
Leigjandin er fluttur út...þannig að nú get ég aftur farið að ganga nakin um íbúðina... híhí. Á reyndar eftir að fá borgunina fyrir þessa 15 daga sem hann var hérna í janúar. Já og reyndar líka fyrir adsl-stækkuninni alla mánuðina sem hann var hérna (sú stækkun var bara fyrir hann.. hef ekkert með svona stóra tengingu að gera sjálf). Ég er sennilega ekki nógu harður rukkari. Ekki það að þetta sé mikill peningur... en mig munar um allt þessa dagana. Spurning um að einhver bjóði sig fram í að rukka hann fyrir mig. Fá kannski líka sængina sem ég lánaði honum fyrir son hans... get ekki séð betur en að hann hafi tekið hana með sér líka þegar hann flutti út. Ætlaði nefnilega að fara að viðra aukasængurnar mínar um daginn.. svona fyrst að ég er aftur komin með pláss fyrir fólk í gistingu (þá er nú betra að hafa auka sængurnar og koddana í góðu ásigkomulagi).. en get bara hvergi fundið sængina.
Styttist í þorrablótið í sveitinni. Gulla litla pínu fúl. Bárðdælingar nefnilega ákváðu að hafa þorrablótið á föstudegi þetta árið. Hentar meira en lítið illa fyrir fólk sem er í vinnu og býr á öðru landshorni. Er samt ekki alveg búin að afskrifa það ennþá. Er að reyna að fá aðalkrúttið mitt til að koma með mér. Veit að honum finnst þorramatur svoltið mikið góður. Og þar sem hann þekkir Bárðdælinga svoltið mikið þá myndi hann skemmta sér konunglega á blótinu. En þetta kemur bara í ljós. Verð samt að vera búin að láta vita í síðasta lagi á miðvikudaginn.
Athugasemdir
Alltaf gott að fá fréttir af þér elskan, og ég býð mig fram!!! Þú ert bara svo mjúk, ekki harka til í þér, þarf að taka þig í kennslu :)
Erna Lilliendahl, 20.1.2008 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.