Miðvikudagur, 23. janúar 2008
Grátur

glitter-graphics.com
Nú er það orðið ljóst að ég fer ekki á þorrablót þetta árið....grát grát. Aðalkrúttið mitt kemst ekki þar sem hann er búinn að vera veikur. Langar samt alveg ógeðslega mikið. Veitir ekki af til að hressa mig aðeins við. Búið að vera svoltið mikið álag á mér...andlega...síðustu daga.
En það er svona...hef hvort eð er ekki efni á að taka mér frí úr vinnunni. Og þarf þá ekki að hafa áhyggjur af því í hvaða fötum ég á að vera... er víst ekki alveg að passa í öll fötin mín í augnablikinu.
Nú er bara spurning hvort að mamman og pabbinn sendi mér smá hangikjöt og svið...og að sjálfsögðu meira laufabrauð, þar sem ég er búin með það sem ég kom með suður eftir áramótin. Og þá get ég kannski bara haft mitt eigið þorrablót og boðið kannski aðalkrúttinu mínu og jafnvel fleirum. Ég mun þó ekki bjóða uppá hákarl. En boðsgestum væri þó velkomið að koma með sinn eigin...hehehe.
Brummi minn fær að fara í viðgerð í næstu viku. Fékk að vita það í gærkvöldi að ég má mæta með hann til Magga á mánudagsmorgun. Jei jei.. fæ meira að segja bílaleigubíl á meðan. Aldrei að vita nema ég verði bara á betri dekkjum svona rétt á meðan...hehe. Þá er nú í lagi að það sé snjór...tíhí. Gaman að hafa snjó í höfuðborginni... bara ekki á götunum meðan ég er ekki á betri dekkjum.
Það er farið að verða frekar erfitt að vera í tölvunni. Trítla krútt er nefnilega alltaf að missa sig á skjánum. Hún þarf að elta músina og allar hreyfingar sem sjást á skjánum. Spurning kannski bara hvort að hún sé að senda koss til allra hérna á meðan ég er að blogga....hún er allavega með nebbann límdan við skjáinn.
Var í heimsókn hjá Huldu vinkonu í gærkvöldi og horfðum á dvd. Svo kom dóttir hennar heima og þegar hún sá skóna mína í forstofunni spurði hún hver væri í heimsókn. Þegar Hulda sagði það þá kom bara að ég væri ekki gestur...hehehe...spurning hvort að ég sé of oft þarna í heimsókn...hmmm.
Hrindi í mömmu hans Kalla í fyrrakvöld. Og er núna með samviskubit yfir því að hafa ekki hringt í hana fyrr. Hún er nefnilega alveg yndisleg.
Hún vill endilega að ég haldi áfram að vera í bandi og kíki í heimsókn og svona. Komi jafnvel í mat. Bara að ég láti vita á undan svo að hún sé örugglega með mat. Þar sem hún er alveg eins og aðrir með það að nenna kannski ekki alveg alltaf að elda fyrir sig eina....ekki það að ég nenni því nú eiginlega aldrei..hehe. Gott að vera með mötuneyti í vinnunni..hehehe... þá þarf ég ekki að elda á kvöldin.
Athugasemdir
Elsku úberyndislegasta Gullan mín, ég meinti það sem ég sagði áðan!!!! ...bara að minna á...
Leiðinlegt með Þorrablótið, en veist hvar ég er ef þig vantar félagsskap ;)
Erna Lilliendahl, 23.1.2008 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.