Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Þreyta í gangi

Jæja maður er nú aðeins farinn að stækka núna. Ekki hægt að neita því. Þessi mynd var að vísu tekin miðvikudaginn í síðustu viku. Þegar ég var komin 21 viku.
Erna vinkona var eitthvað að biðja um að ég bloggaði um óléttuna og setti inn bumbumyndir. Geri ráð fyrir að taka aðra mynd á morgun þegar það eru 22 vikur.
Litli bumbukútur er alveg að láta vita af sér þarna. Heldur kannski að ég gleymi honum ef hann lætur ekki vita af sér reglulega...hehe...sé ekki að það sé hægt með þessa bumbu.
Hulda vinkona var líka að hringja í mig áðan og segja mér að hún hefið keypt barnadót. Hringdi reyndar í mig fyrr í dag og sagðist vera að skoða strákaföt...hehe...þar sem ljósan sagði að það væru litlar líkur á að typpið og pungurinn myndu detta af...hehehe... en það semsagt kom fram í 20 vikna sónarnum að þetta væri strákur. Spurning hvort að maður verði ekki að fara að undirbúa eitthvað sjálfur.
Stel kannski kommóðunni hans Sissa, sem er ennþá hérna hjá mér, undir barnadót.. svona ef ég fer að tína eitthvað til.
Tilfinningarnar eru eitthvað í rugli þessa dagana. Er eitthvað svakalega viðkvæm núna. En það er nú sennilega bara eðlilegt. Er líka búin að vera orkuminni en ég er vön. Litli kútur tekur víst smá orku frá mér.
Fannar var svo líka að segja mér að amma hans væri að bíða eftir því að ég hefði aftur samband. Og kíkkaði til hennar. Var búin að lofa henni að kíkja á hana í mat eða eitthvað. Hún vill nú líka fá að fylgjast með. Spurning hvort ég láti verða af því um næstu helgi. Ja nema að mamma og pabbi kíki í heimsókn... þar sem mamma á afmæli á sunnudaginn og þetta er fríhelgi hjá henni.
Er svo að fara í mat annaðkvöld til Ástu Brynju. Spurning hvort að það verði ekki bara eitthvað bumbutal þar...hehe...hún er nefnilega sett nokkrum dögum á undan mér.
Verð sennilega að læra að deila þessu með einhverjum fleirum. Er voðalega gjörn á að eiga þetta bara útaf fyrir mig.
Jæja best að fara að hringja í Súlí afmælisbarn áður en klukkan verður of margt.
Athugasemdir
Gullfalleg bumba og hlakka til að hitta lítinn snúð í eigin persónu ;)
Erna Lilliendahl, 5.2.2008 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.