Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Ný bumbumynd

Jæja komin glæný bumbumynd. Var að taka þessa núna áðan...komin sléttar 22 vikur.
Voða lítið gerst frá í gær. Var í mat hjá Ástu Brynju. Fór þangað beint eftir vinnu og er nýkomin heim. Mjög góður matur og skemmtileg kvöldstund og þakka ég kærlega fyrir mig.
Kom svo við í 10-11 á heimleiðinni og keypti mér grænan frostpinna...hmmm...bannað að segja samt.
Náði ekki í Súlí mína fyrr en í dag...hún er greinilega vinsæl á afmælisdaginn sinn því að það var bara á tali hjá henni í allt gærkvöld.
En kannski fæ ég bara að hitta hana á morgun...krossum fingur.
Ætla samt að koma mér í bælið núna. Gamlar óléttar konur verða víst að fara snemma að sofa...ef miðnætti telst snemma...hehe.
Athugasemdir
Beauty bumba og endilega reyndu að ná að hvíla þig sem mest...á meðan þú getur !!! muahahahahahah
Erna Lilliendahl, 7.2.2008 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.