Laugardagur, 9. febrúar 2008
Bíllinn laus

Já brummi minn var fastur í stæðinu sínu í tvo daga. Á fimmtudagsmorgun þegar ég fór út mokaði ég af honum og frá honum... öllum hjólum og allt (ágætis líkamsrækt bara) en hann fór ekki neitt. Þannig að ég fékk far í og úr vinnu. Þegar ég kom heim á fimmtudaginn þá var bara ekki fræðilegur að ég nennti að fara að reyna að losa bílinn... fyrir utan að ég held að ég hefði svosem ekkert komist á honum neitt. Fékk því aftur far í og úr vinnu í gær. Þetta þýddi samt að sjálfsögðu það að ég komst ekkert í ræktina þessa daga.
Fór út í morgun og náði bílnum úr stæðinu. Þannig að ég brunaði í ræktina svaka glöð. Myndina hér fyrir ofan tók ég einmitt í morgun þegar ég var búin að gera mig klára í ræktina.
Ég var svo ofsalega stolt af bílnum mínum áðan þegar ég kom heim. Allur snjór bráðnaður af honum og þetta líka svaka fallega veður. En hvað gerist þá... auðvitað fer að snjóa aftur. Og nú er bíllinn minn að sjálfsögðu orðinn snjóugur aftur.
Sissi aðalkrútt var svo yndislegur í gær að skutlast með mig í nettó. Var orðin allslaus og nennti að sjálfsögðu ekki að labba í búð í veðrinu sem búið er að vera undanfarna daga.
Pabbi og mamma hættu við að koma suður vegna veðurs. Hefði sennilega ekki verið neitt voðalega spennandi að vera hérna í veðrinu í gær...hmmmm. Mér finnst samt leiðinlegt að þau hafi ekki komist. Var farin að hlakka til að fá þau til mín í nokkra daga. En það verður bara síðar. Mamman á samt afmæli á morgun...hehe...er samt bara ung gella sko...tíhí....getur ekki annað verið þar sem hún var svo ung þegar hún átti mig... og ég er að sjálfsögðu bara rétt stigin upp úr unglingsárunum...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.