Sunnudagur, 17. febrúar 2008
Uppfærsla

Var víst ekki búin að uppfæra hérna eftir að ég tók 23 vikna myndina. En hér kemur hún.. tekin sl miðvikudag.
Fer reyndar að styttast í 24 vikna myndina. Tíminn líður svo agalega hratt eitthvað. Og ég blæs út ... hmmm ... allavega finnst mér það.
Er pínu farin að finna fyrir því að ég geti ekki borðað hvað sem er án þess að fá bjúg. En annars get ég ekki kvartað undan heilsunni. Að sjálfsögðu ennþá svoltið þreytt á kvöldin. En hef samt alveg verið allt í lagi dugleg í ræktinni. Og er ennþá að nudda aðeins. Verst hvað fólk er bara að hlægja að mér ... og segja mér að ég sé eins og hvalur á þurru landi (þegar ég er í ræktinni)... ekki fallegt hmmm.
En þar sem þetta eiga að teljast vinir manns þá svosem fyrirgefur maður..hehe.
Er búin að vera að vaka frameftir tvö sl kvöld...hehe.. þetta get ég..haha. Fór til Péturs og Selmu eftir ræktina á föstudagskvöldið og við spiluðum rommý. Hef ekki spilað síðan ég veit ekki hvenær... en þetta gekk allt í lagi.. allavega til að byrja með..hmmm... svo fór að halla undan fæti og Selma komst framúr mér... langt framúr mér. Well.. á bara eftir að finna heppnina í ástunum staðinn.
Fór svo í bumbuhittin í gær. Bakaði vöfflur og alles bara..hehe. Kom heim milli hálf tvö og tvö í nótt. Og svo bara upp í morgun og í ræktina. Orka í gellu...haha... er samt ekki að nenna núna að fara að þrífa sameignina. Mér finnst að það eigi að sleppa óléttu konunum við sameignarþrifin. Er ekki einhver sem býður sig fram í verkið...tíhí??
Athugasemdir
Er til í að gera flest allt fyrir vini mína, en ég þríf EKKI!!!! Mátt bara spyrja tvíburana ;) Bumban er yndislega falleg, fer þér ótrúlega vel að bommm :) Annars bara knús til þín elsku vinkona, heyri í þér í vikunni !
Erna Lilliendahl, 17.2.2008 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.