16 vikur eftir



Já já núna eru 16 vikur eftir.
Fór í mæðraskoðun í gær. Kom vel út...allavega að mati ljósunnar..hehe...mér finnst ég samt hafa þyngst alveg óþarflega mikið..hehe. En það virðist samt ekki mikið vera að setjast annarsstaðar en á magann og brjóstin...sem er ágætt.
Blóðþrýstingurinn hafði meira að segja lækkað. En legið er reyndar farið að teygja sig hærra en svona meðallagið. En ég á víst ekkert að fara að hafa áhyggjur strax af því að þetta verði stórt barn. Kannski er bara mikið vatn og svona...hehe góð sundlaug fyrir bumbukút.
Hann hefur nú aðeins farið að róast...enda svosem mátti hann nú alveg við því. Hafði reyndar áhyggjur um daginn þar sem ég var ekki búin að finna neinar hreyfingar svo lengi... en þær áhyggjur voru alveg óþarfar. Og hann meira að segja sparkaði í ljósuna þegar við vorum að hlusta á hjartsláttinn hans.
Núna er víst að fara að koma tími á að huga að foreldranámskeiði og brjóstagjafanámskeiði/fyrirlestri. Finnst einhvernveginn að það eigi að vera nógur tími til stefnu. En fékk áfall áðan þegar ég sá að það eru bara sléttar 16 vikur eftir (í settan dag).
Hmmm fékk nú líka að heyra það í ræktinni um daginn að ég væri eins og hvalur á þurru landi...ekki finnst mér það nú fallega sagt. En læt það ekki stoppa mig og held áfram í ræktinni. Held nú samt að það sé nú ekki mikið sem ég geti gert til að hætta að vera eins og hvalur.. svona fyrr en eftir amk þessar 16 vikur.
Matarlystin lætur samt ekki á sér standa núna. Virðist alltaf vera svöng... og langar alltaf í pizzur og græna frostpinna. Hef þó svona aðeins náð að halda aftur af mér.... geri nú samt ráð fyrir að kaupa mér pizzu í þessari viku þar sem það er megavika.
Og já... var að frétta af skyndihjálparnámskeiði sem er stílað inn á skyndihjálp á börnum. Er að spá í að skella mér.. ef það er ennþá pláss. Er meira að segja búin að færa til nudd svo að ég komist. Finnst þetta alveg bráðsniðugt.
Jæja best að fara að reyna að gera eitthvað af viti... Knús og kossar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Gullfalleg elsku bumbulína, verst að ég á ekki mynd af mér á meðgöngunni, ÞAÐ var hvalur á þurru landi ;) Gott að vita að þér gengur svona vel :)

Erna Lilliendahl, 20.2.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband