Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Enn ein vikan liðin

Það er ekkert smá sem tíminn er alltaf fljótur að líða. Enn ein vikan liðin og ég blæs út. Vona að það fari nú aðeins á hægja á núna. Ég veit allavega ekki hvernig ég enda ef ég held svona áfram nonstop. Í dag eru akkurat 15 vikur í settan dag.
Ég er búin að vera á skyndihjálparnámskeiði í kvöld og í gærkvöldi. Svona sérsniðið að skyndihjálp á börnum. Mjög sniðugt.. en vá... barnið mitt verður pakka inn í bómull ... hmmm. Dróg Ástu Brynju með mér... en hún er einmitt sett þremur dögum á undan mér. Og ég held jafnvel að hennar kríli verði líka pakkað í bómull. Ætlum að gefa hvor annarri hjálma á börnin í sængurgjöf...hehehe.
Finnst ég eitthvað búin að vera svo svakalega upptekin upp á síðkastið. Finnst ég samt ekki hafa komið neinu í verk...hehe. En svona er þetta stundum. Var hjá Huldu vinkonu allan föstudaginn eftir vinnu. Fór til hennar beint eftir vinnu og var ekki komin heim fyrr en um miðja nótt... var reyndar búin að dotta eitthvað í sófanum hjá henni. Keyptum pizzu og leigðum video ásamt fleirum. Á laugardaginn var svo vinnupartý. Á sunnudaginn fór ég til Gínu frænku og var þar fram á kvöld... frá því að ég var búin í ræktinni. Á mánudaginn var ég að nudda. Og svo náttúrulega þetta skyndihjálparnámskeið í gær og í dag. Þannig að einhvernveginn hefur þessi vika alveg flogið frá mér. Er svo að fara að nudda á morgun og fá næturgest. Og þá er bara komin helgi. Hitti Ernu vinkonu meira að segja í hádeginu í gær. Þannig að ég er farin að bóka hádegin líka...hehehe.
Þyrfti eiginlega að komast til Hveragerðis og skoða óléttuföt sem kona þar er að selja. En miðað við færðina eins og hún er núna þá er ég allavega ekki að fara á mínum bíl... þ.e. mínum dekkjum.
Meira að segja Fannar greyið var að kvarta yfir því að ég væri ekkert búin að tala við hann. Og Sissi kom inn á msn í dag og sagði að það væri svo langt síðan hann hefði heyrt í mér... og þá er það nú orðið slæmt...hehehe. En svona er þetta bara.
Núna styttist verulega í árshátíðina og ég ekki ennþá búin að ákveða í hverju ég ætla að fara. Það er orðið 100% að ég allavega fer ekki í kjólnum sem ég hafði ætlað mér að fara í. Nei bumban er orðin of há til þess. Þannig að nú er bara að gramsa í skápunum hjá vinkonunum til að sjá hvort að þær eigi eitthvað sem er nógu teygjanlegt. Er komin með eitthvað frá Huldu vinkonu. Og svo ætlar Gulla (í vinnunni) að lána mér kjóla sem hún á. Þannig að ég get allavega smá valið úr....vonandi....ef ég kemst í þá. Get alveg verið í þröngum kjólum bara ef þeir teyjast yfir bumbuna. Er nú ekki að fara að kaupa mér kjól til að vera í einu sinni.
Athugasemdir
Það er gott að hafa nóg að gera elskan, þá líður tíminn hraðar. Áður en þú veist af er lítill engill kominn í heiminn
En farðu varlega, ekki ofreyna þig 
Erna Lilliendahl, 28.2.2008 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.