Skreppur??

DSC02447

 

Skrapp á Papaball á Eskifirði um síðustu helgi, með honum Jóa. Fólk vill samt eitthvað vera að meina að þetta hafi kannski verið eitthvað aðeins meira en bara smá skreppur...skil ekkert í því..hehe.
Þetta var samt eiginlega bara skyndiákvörðun. Vorum reyndar eitthvað búin að vera að grínast með þetta á mánudeginum áður...fékk nefnilega veftilboð í flug til Egilsstaða og þar var auglýsingin Nýttu tímann vel - Papaball á Eskifirði... En svo á fimmtudeginum segir Jói mér að pabbi hans og nokkrir vinir séu að fara í haustferð á Vattarnes og að það sé alltaf ógeðslega gaman. Þá sagði ég eitthvað í gríni hvort að við ættum ekki bara að skella okkur líka. Og það er skemmst frá því að segja að fyrir hádegi þennan sama fimmtudag vorum við búin að ákveða að skella okkur austur morguninn eftir..hehehe...geri aðrir betur.
Lögðum í'ann uppúr kl. 10 á föstudagsmorgninum og vorum komin á Vattarnes um kl. 18. Komum að sjálfsögðu öllum á óvart...hehehe... gerði þetta bara ennþá skemmtilegra. Fengum svo þennan líka veislumat um kvöldið. Vorum reyndar sjálf búin að kaupa okkur mat til að elda... en það var ekki tekið í mál annað en við borðuðum með þeim hinum...það væri nóg til. Gistum svo í Vattarnesi.
Laugardaginn tókum við snemma. Ég fékk reyndar sightseeing tour með guide um svæðið...hehehe...Danni vildi endilega sýna mér staðinn. Fékk fullt af örnefnum sem að ég get ekki nefnt...fékk svo mikið af upplýsingum að ég gat ekki móttekið það. Skelltum okkur svo á Egilsstaði í sund. Héldum reyndar að við myndum næstum því hafa staðinn útaf fyrir okkur...en það var nú aldeilis ekki svo... mættum á sama tíma og full rúta af breskum unglingum. Og ó mæ god hvað þeim fannst erfitt að þurfa að þvo sér án sundfata áður en þau færu í laugina.
Eftir sundið rúntuðum við smá um svæðið... og fengum okkur að sjálfsögðu ís....litli íssjúklingurinn ég.... fórum í sjoppuna við hliðina á Hamborgara Búllunni... man ekki hvað sjoppan heitir. Fórum svo aftur á Vattarnes til að taka okkur til fyrir ballið. Ákváðum að vera snemma í því og fá okkur eitthvað gott að borða áður en við skelltum okkur á djammið. Enduðum aftur á Egilsstöðum til að fá okkur að borða. Ætluðum að fá okkur borgara á Hamborgarabúllunni en hún var akkurat að loka þegar við komum svo að við skelltum okkur bara í næstu sjoppu...hehehe. Fórum svo á lítið og sætt kaffihús og sátum þar smá stund. Vorum að sjálfsögðu það tímanlega í því á Eskifjörð að við tókum klukkutíma rúnt...og vá hvað ég var farin að þekkja göturnar þar utanað...hehehe...ekki illa meint. Við vorum eiginlega líka farin að þekkja utanað bílana sem voru á rúntinum. Það var svo hörkustuð á ballinu, en ég komst að því að það er frekar erfitt að dansa innan um austfirðinga...hehehe... ég hélt að ég væri nokkuð ör á dansgólfinu... en NEIBB...ég er bara stillt og róleg.
Þegar við fórum svo að huga að því að koma okkur aftur til Reykjavíkur fannst okkur við alveg eins geta farið nyrðri leiðina til baka fyrst að við vorum hvort eð er komin þetta langt. Sendi mömmu sms þegar við vorum uppá Öræfum til að tékka á því hvort að hún væri í vinnunni eða ekki...tíhíhí...Gulla prakkari. Jújú mamma var í vinnunni og við bara bönkuðum uppá. Hún missti næstum því andlitið...var að reyna að hringja í mig en ég svaraði ekki...hehehe... I wonder why?? Þegar við vorum búin að stoppa smá stund á Laugum renndum við í Bárðardalinn...komum Þuru og pabba alveg jafn mikið á óvart og mömmu. Ekki nema bara snilld. Á Akureyri var það að sjálfsögðu Brynjuís...maður sleppir því nú ekki... og svo kastaði ég kveðju á tengdamömmu í Oddagötunni. Held nú bara að hún hafi verið alveg jafn hissa og allir hinir sem við kíktum á. Sissi var líka hissa, hann var hjá tengdó, hann vissi náttúrulega ekki að við myndum fara þessa leiðina til baka þó að hann vissi að ég væri að fara á Eskifjörð. Vorum svo komin til Reykjavíkur seint á sunnudagskvöld. Rosalega var nú rúmið mitt samt vinarlegt. Ég er búin að setja myndir í myndaalbúmið og eru þessar myndir undir Austfjarðarskreppur...endilega skoðið.

Vikan er svo bara búin að vera svona venjuleg. Vinna, nudd og rækt eins og gengur og gerist. Tók því bara rólega á föstudagskvöldið en tók gott djamm í fyrrakvöld með Gullu og Binnu ;)... gerðum okkur glaðan dag og dönsuðum eins og okkur væri borgað fyrir það...ja kannski ekki alveg þannig dans samt...hmmm... kannski ekki vel orðað ;)
Í gær fór ég svo og skoðaði IKEA. Þetta verður nú ekki bara skroppið í IKEA núna. Þetta er bara ferðalag. Bæði er þetta orðið staðsett einhversstaðar úti í ra...... og nú ratar maður bara ekki neitt innanhúss þar sem þetta er orðið svo stórt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband