Miðvikudagur, 5. mars 2008
Hálfnuð frá þeim tíma sem ég vissi....

Já já nú eru 14 vikur síðan ég uppgötvaði að ég væri ófrísk og 14 vikur í settan dag.
Tíminn flýgur alveg áfram og ég bara skil ekkert í þessu.
Við Freyja systir fórum á föstudaginn í smá búðaráp. Freyja keypti handa mér óléttugallabuxur. Og svo fórum við á kaffihús.
Á laugardaginn fór ég svo í vax upp á Kjalarnes..aha.. mér tókst að rata.
Og um kvöldið fór ég í partý í Mosó.... tókst líka að rata þangað. Þannig að þetta var svona rati dagur fyrir Gullu litlu. Kom ekki heim fyrr en uppúr kl. 3... þegar ég var búin að fara tvær ferðir niður í bæ.
Var að komast að því hversvegna það er alltaf svona mikil spenna í bumbunni minni. Það er sennilega af því að ég var í of góðu formi... þ.e. með of sterka magavöðva. Og þeir eru ekki sáttir við að gefa eftir. Þannig að það er eilíf barátta á milli bumbukúts, sem vill meira pláss, og magavöðvanna sem vilja ekki gefa eftir. Verð þá bara vonandi fljótari að jafna mig eftir fæðinguna.
Jæja spurning samt um að koma sér í bælið. Styttist í helgi og árshátíð og maður verður nú að vera vel hvíldur.
Athugasemdir
Takk fyrir síðast elskan
..og btw þá ertu með yndislega og fallega kúlu!
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 6.3.2008 kl. 16:39
takk takk .. og takk sömuleiðis..hehe. Kemst samt ekki í rauða fína gallann þinn með þessa kúlu ;)
Guðlaug Margrét Steinsdóttir, 6.3.2008 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.