Árshátíð Símans



Árshátíð Símans var haldin í gærkvöldi. Rosalega flott að vanda. Gulla og Daddi, úr Stelpunum, voru veislustjórar. Garðar Thor Cortes söng fyrir okkur, Sprengjuhöllin spilaði og svo var það Páll Óskar sem að sá um að DJ-ast að borðhaldi og öðrum skemmtiatriðum loknum.
Ég fór þó heim um kl. 1:30. Var þá alveg búin á því. Stuðið átti þó að standa til kl 2. En ég var alveg búin í fótunum og bumbunni. Andinn hefði hinsvegar alveg verið til í að halda áfram...hehehe.

Undirbúningurinn fyrir árshátíðina er líka búinn að taka smá tíma..hehehe. Það var ekki fyrr en á fimmtudaginn sem ég var komin með kjólinn sem ég fór í. Gulla (í vinnunni) var svo elskuleg að lána mér nokkra kjóla sem ég gat valið úr. Og svo má ég hafa þessa kjóla áfram í láni þar sem þeir eru of stórir á hana... en komast allavega ennþá utan um bumbuna á mér.
Selma vinkona litaði á mér hárið á fimmtudagskvöldið. Skrapp til þeirra Péturs í mat og litun. Bara lúksus... þau eru alveg yndisleg.
Og svo var það hún Freyja mín sem að hjálpaði mér við að bera á mig brúnkukremið. Það gekk þó ekkert betur en venjulega og varð ég svoltið flekkótt... mér er bara einfaldlega ekki ætlað að nota brúnkukrem. Ætti bara að halda mig við ljósabekkina. En þar sem það er ekkert voðalega vinsælt að ófrískar konur fari í ljós þá hef ég ekki gert það og ákvað að nota þessa aðferðina. Í augnablikinu geri ég ekki ráð fyrir að eignast fleiri börn, þannig að ég ætti ekki að þurfa að lenda í þessum aðstæðum aftur. Verð bara hvít um páskana... og svo er nú ekkert svo svakalega langt þangað til ég unga þessu kríli út. Verður vonandi gott sumar þannig að ég verði bara brún úti í sólinni með litla kút.
Kíkti á ömmu Góu á föstudagskvöldið, áður en ég fór í brúnkuna til Freyju. Hún var að passa Rúnar Mar hennar Regínu frænku. Angela og Gulli voru reyndar hjá henni þegar ég kom... en fóru eiginlega strax. Þannig að við amma vorum bara að spjalla... Rúnar var reyndar ekkert á því að fara að sofa... þ.e. vildi bara að amma væri inni í herberginu hjá sér...hehe...virtist einhvernveginn alltaf rumska þegar hún fór fram. En það gekk þó að lokum.
Dagurinn í gær var svo bara rólegur þar til ég fór í sturtu og hoppaði heim til Jónínu fyrir fyrirpartýið...hehehe. Var búin að greiða mér og klæða áður en ég fór til Jónínu... en málaði mig þar. Spurning samt hvort að ég hafi skammast mín fyrir mína einföldu (ekki) greiðslu og látlausu förðun... þegar hinar stelpurnar voru búnar að vera í greiðslu og förðun. En ég er hvort eð er vön að gera þetta alltaf sjálf... nema Gugga, systir Kalla, greiddi mér í fyrra. Og Júlía vinkona hjálpaði mér nú einhverntíman líka... ætli það hafi ekki verið fyrir árshátíð mína nr 2 hjá Símanum. Annars hef ég nú yfirleitt ekkert verið að hafa miklar áhyggjur af þessu. Það var líka í fyrsta skipti í fyrra sem ég fór í kjól á árshátíðina...hehe... hafði fram að því ekki verið mikil kjólamanneskja.

En látum þetta gott heita... ætla að hendast í sturtu áður en Sissi kemur að sýna mér kerruvagninn sem ég ætla sennilega að kaupa af honum...ja eða einhver að kaupa fyrir mig af honum...hehe.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaug Margrét Steinsdóttir

Tímasetningin átti víst að vera um kl. 00:30, sem ég fór heim af árshátíðinni í gær ;)

Guðlaug Margrét Steinsdóttir, 9.3.2008 kl. 18:29

2 identicon

Til lukku með bumbuna. Hef ekki dottið hér inn lengi en innilega til lukku hlakka til að sjá krílið.

Hafrún Ásta (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband