27 vikur komnar



Sléttar 27 vikur komnar í gær. Og því tekin ný bumbumynd.
Súlí vinkona var svo væn að taka þessa mynd fyrir mig. Hún kom nefnilega og gisti hjá mér í gærkvöldi... og þessvegna henti ég myndinni ekki inn í gærkvöldi...hehe.
Við kjöftuðum að sjálfsögðu langt fram á nótt og var það því þreytt Gulla sem mætti í vinnuna í morgun.
Fór á þriðjudaginn og skipti um bíl við Kalla. Hann er að setja toyotuna í viðgerð og svo verður hún sennilega bara seld. Bíllinn sem ég fékk var hinsvegar svo drullugur að ég fór og þvoði hann í gær. Var samt ekkert voðalega glöð að verki loknu því að það þarf augljóslega eitthvað meira en kúst og vatn til að þrífa bílinn... og svo var ég alveg rennandi blaut því að það bunaði hér og þar úr slöngunni sem var við þennan blessaða þvottakúst sem ég notaði.
Well... er í vinnunni og þarf því að halda áfram að vinna. Vildi bara henda inn nýrri mynd.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband