Laugardagur, 29. mars 2008
Litli prinsinn

Litli bumbubúinn minn var að flýta sér svo svakalega mikið í heiminn. Hann fæddist 23.03.2008 kl. 22:07 rúmum 11 vikum fyrir áætlaðan fæðingardag.
Hann var 6 merkur (1510 gr) og 41 cm. Stór strákur og vel yfir meðallagi miðað við meðgöngulengd (meðaltalið um 4 merkur).
Vaknaði á páskadagsmorgun með örlitla verki sem ágerðust svo þegar ég var í sturtu þá um morguninn. Verkirnir hættu svo en litlu seinna fann ég að það var farið að blæða. Var komin á FSA fyrir hádegi og þá var bara komin full útvíkkun og því ekkert hægt að stöðva fæðinguna. Náði að halda honum í mér í 10 tíma án þess að rembast.. en þá líka kom hann út í þremur rembingum.
Vorum svo flutt suður, með sjúkraflugi, í hádeginu á annan í páskum. Hann hefur spjarað sig alveg ótrúlega vel og braggast hratt. Var ekki í öndunarvélinni nema í ca sólarhring og er núna einnig búinn að losna við auka súrefnispústið sem hann var með. Og alltaf verið að vinna í því að auka mjólkurmagnið sem hann fær. Hann er þó ennþá með sondu ofan í magann (sem hann fær mjólkina í gegnum) og verður það í einhvern tíma.
En jæja vildi bara láta vita af mér og mínum :)... en núna er víst kominn mjaltartími og læt ég það sitja fyrir öllu.
Athugasemdir
Datt alveg óvart hér inn og þekki þig ekki neit. En hjartanlega til hamingju með litla kútinn. Og gangi ykkur allt í haginn.
Anna Guðný , 29.3.2008 kl. 00:53
Til lukku með drengin,,,vonandi heilsast syni og móður vel...
Runólfur Jónatan Hauksson, 29.3.2008 kl. 01:18
Flottur strákur, er sjálfur með einn hér 1 mán, an sama hér þekki þig ekkert en til lukku með litla kút, þitt fyrsta?
arnbjörn (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 01:26
Takk kærlega fyrir hamingjuóskirnar. Allt gengur vonum framar og Arnbjörn, Já þetta er mitt fyrsta.
Guðlaug Margrét Steinsdóttir, 29.3.2008 kl. 01:39
Hann er yndislegur elsku hjartans Gulla mín. Og mikið er gott að fá blogg frá þér elskan ;) Hlakka mikið til að hitta ykkur bæði!
Knús úr Vesturbænum
Erna Lilliendahl, 29.3.2008 kl. 11:58
Knús á ykkur bæði og vonandi dafnar hann fljótt og vel og fær að fara heim. Hlakka til að sjá ykkur við Álfheiður Amý erum alveg til í göngutúr þegar hann fær útgönguleyfi.
Hafrún Ásta (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.