Update



Smá update hér. Litli kútur er kominn í fullt fæði... þ.e. brjóstamjólk og ekkert í æð. Nálin var tekin í morgun. Hann er einnig laus úr Sipap-inu núna og gengur bara mjög vel að anda án þess. Það var þó tekin blóðprufa í hádeginu og á eftir að koma í ljós hvort að hann þurfi að fara í ljós aftur (v/gulunnar).
Ég er búin að fá að halda á honum núna þrjá daga í röð. Tími eiginlega aldrei að láta hann frá mér aftur... en verð víst að gera það til að geta mjólkað mig... sem þarf víst að gerast á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn. En kútur fær bara að koma í fangið á mér einu sinni á dag.
Það kom svo læknir að tala við mig áðan og biðja um leyfi til að nota Litla kút í rannsóknarverkefni. Það hefur alltaf vantað að fá heilbrigðan fyrirbura til að rannsaka. Hann útskýrði þetta voða vel fyrir mér og ég sé ekkert því til fyrirstöðu. Er þó með pappíra sem ég skoða þegar ég fer heim í kvöld... og að sjálfsögðu er ég með fleiri pappíra til að undirrita þar sem allt þarf að sjálfsögðu að vera á pappírum.

Jæja hef það ekki lengra í bili... er enn á spítalanum og verð hér fram á kvöld. Ætla núna að kíkja aftur á kútinn minn og undirbúa máltíðina hans... en hann á að fá mjólk núna kl. 16.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Yndislegt að fá svona góðar fréttir af prinsinum, nú þarf ég bara að vera í bandi við þig því heilsan er öll að koma ;)

Erna Lilliendahl, 31.3.2008 kl. 20:49

2 Smámynd: Anna Vala Eyjólfsdóttir

Vidli bara segja til hamingju. Gott ad allt gengur vel Gulla min

Kvedja fra Kenya

Anna Vala

Anna Vala Eyjólfsdóttir, 1.4.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband