Meira update



Nú er búið að færa mig yfir á það svæði sem er ekki alveg jafn mikil gjörgæsla. Sem er bara gott því að það þýðir að það er allt að síga í rétta átt. Einnig verið að tala um að færa mig í enn minni gjörgæslu þar sem ástandið á mér hefur verið svo stöðugt. Ég var þó aðeins að stríða mömmu í dag og ákvað að gleyma smá að anda. Hjúkkurnar höfðu samt engar áhyggjur, sögðu að þetta væri eitthvað sem að fyrirburar gerðu gjarnan. Og þar sem ég tók alltaf við mér sjálfur alveg án þess að nokkuð þyrfti að pota í mig þá bara voru þær mjög rólegar yfir þessu...eitthvað annað en mamman litla sem að fékk í magann í hvert skipti.
Mamma greyið er orðin pínu þreytt. Ekki alveg að fá nóga hvíld. Hún hefur sennilega aðeins of miklar áhyggjur af mér. Og svo þarf hún alltaf að mjólka sig svo að ég fái nú nóg að borða. Það er þó einnig farið að bæta smá fæðubótarefni út í mjólkina sem ég fæ. Svo að ég verði ennþá fljótari að stækka. Ég er þó bara ennþá með mjög daufa blöndu, svona meðan ég er að venjast þessu. Og svo hjúkkurnar geti séð hvort að þessi blanda fari nokku illa í mig.
Var alveg í tvo tíma í fanginu á mömmu í dag. Og það var náttúrulega bara bestast.
Svo kom Freyja mostra í heimsókn til okkar bara eftir kvöldmat. Hún var samt bara stutt því að það var kominn heimferðartími á mömmu.

Bið að heilsa öllum
Kveðja litli kútur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Hann er yndislegur.... Það er aldeilis gott að heyra að allt er að ganga svona vel og áður en við vitum af verður snúður fullfrískur og mútta gamla fær verðskuldaða hvíld ;)

Erna Lilliendahl, 3.4.2008 kl. 07:24

2 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Hugsa mikið til ykkar Gulla mín og hlakka til að hitta ykkur : )

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 3.4.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband