Pós



Deidi litli var vigtaður í gær og var hann búinn að þyngjast um 28 gr á tveimur sólarhringum. Það lítur því bara mjög vel út. Og matarskammturinn jókst um 1 ml í máltíð við þessa þyngingu. Hann er því kominn upp í 33 ml á þriggja tíma fresti.
Það er líka talað um hann sem prinsinn á svæðinu því að hann er eini strákurinn á stofunni...hehe...bara strax kominn með fullt af kærustum..haha. Byrjar vel. Og svo er hann farinn að pósa svo skemmtilega að mamma gamla getur bara ekki annað en tekið myndir og skellt þeim hingað inn..haha. Og svo er nú alltaf gaman að heyra hvað hann sé óskaplega líkur mömmu sinni...tíhí..."SVO FALLEGUR"

Fór í bumbuhitting í gær...hehe...stelpurnar vildu endilega hafa mig með þó að mitt kríli væri ekki lengur í bumbunni. Voða næs... skrapp á milli mjalta :o/

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband