Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Styttist í vögguna

Nú er Steinn Hrannar orðinn 1610 gr. Það fer því að styttast í það að hann geti farið úr hitakassanum og yfir í vöggu. Það reyndar miðast við 1500 gr að lágmarki. En þegar börnin eru svona ung þá eru það 1700 - 1900 gr sem horft er í. Og nú má ég líka fara að taka hann í "kengúru" oftar en einu sinni á dag.
Það er farinn að sjást þvílíkur munur á kappanum... farinn að fá smá fyllingu á kroppinn.
Ég er nú samt enn farin að lengja tímann sem ég er hjá honum á kvöldin. Er farin að vera líka þarna í gjöfinni kl. 22. Sem þýðir að ég er ekki komin heim fyrr en milli hálf ellefu og ellefu á kvöldin. Veit svosem ekki hvort að ég hef það svoleiðis alltaf. Hefði sjálfsagt gott af því að taka mér fríkvöld og slappa aðeins af.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.