Sunnudagur, 13. apríl 2008
Töffarinn

Mömmu finnst ég algjör töffari þegar ég er kominn með húfuna mína. Þarf að vera með húfu þegar ég fer í fangið á mömmu sko. Á myndinni hér fyrir ofan var hún búin að klæða mig í húfuna og var að fara að taka mig í fangið. Sést ekki alveg hvað ég er spenntur...hehe... mér finnst svooooo gott að fara í fangið til mömmu.
Mömmu finnst líka svo æðislegt hvað hún er farin að taka eftir þegar ég er svangur.. og hvað ég er duglegur að totta snuðið mitt þegar ég er að fá mjólk.
Í síðustu vigtun var ég 1710 gr... þá búinn að þyngjast um 100 gr á tveimur sólarhringum. Verð vigtaður aftur á morgun og mamma er svaka spennt að vita hvað ég er orðinn þungur núna.
Athugasemdir
Algjör gullmoli ;)
Erna Lilliendahl, 13.4.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.