Nýjustu fréttir

Steinn Hrannar var vigtaður í gær og var hann orðinn 1790 gr. Hann verður þó vigtaður aftur á morgun.
Þegar ég mætti á spítalann í morgun þá fékk ég að vita það að hann þyrfti að fá blóðgjöf. Og fékk hann 22 ml í dag. Þetta er víst eitthvað sem er mjög algeng fyrir fyrirbura sem eru fæddir þetta ungir. Margir eru jafnvel að fá oftar en einu sinni. Mér fannst þó voða sárt eitthvað að horfa uppá þetta. Manni finnst einhvernveginn alltaf eins og það séu mikil veikindi í gangi þegar það þarf blóð. En læknarnir virtust ekki hafa neinar áhyggjur. Og sögðu að ég ætti ekki að hafa neinar áhyggjur heldur. Svo í framhaldi mun hann fá járn til að halda blóðmagninu uppi.
Steinn fékk líka að leggjast við brjóst í fyrsta skipti í gær. Mér fannst það alveg yndislegt. Hann er þó ekki farinn að drekka sjálfur og á ég að passa að ég sé nýlega búin að mjólka mig þegar ég legg hann á brjóst... svona svo að hann sé ekki að fá neitt mikið af mjólk upp í sig þó að hann fái að sjúga. Hann er svona meira að nota brjóstið sem snuð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Til hamingju með litla prinsinn!  Mikið er hann fallegur. 

Emma Vilhjálmsdóttir, 15.4.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband