Sunnudagur, 20. apríl 2008
Kominn í vöggu

Jæja þá er töffarinn kominn í vöggu. Þvílíkur munur að þurfa ekki að vera að athafna sig lengur inni í kassanum. Ekki það að ég var nú orðin vön því að skipta á honum og svona, með hann inni í kassanum. Liggur við að maður þurfi að læra það upp á nýtt að skipta á honum..haha. Svo ef það bætast börn inn á H2 núna, þá verður hann færður yfir á V. Þannig að þetta eru þvílíku breytingarnar núna hjá kappanum.
Hann var líka vigtaður í morgun og er hann orðin 2000 gr. (8 merkur). Þannig að þetta er allt að gerast. Fann líka í dag hvað hann er að verða duglegur að sjúga brjóstið. Liggur nú bara við að maður finni mun á milli daga hjá honum.
Athugasemdir
Innilega til hamingju með framförina!!! Hann á eftir að verða hlaupandi um áður en þú veist af!!!
Erna Lilliendahl, 20.4.2008 kl. 03:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.