Þriðjudagur, 12. ágúst 2008
Fyndið
Já ótrúlegt en satt þá var ég að fá eitt enn bréf stílað á Margret Gutlang Steindörtir. Mér telst til að það séu hmmmm ein 16 ár síðan við Súlí, vinkona, skrifuðum í Das Mädchen og óskuðum eftir pennavinum. Og ég held að ég sé ekki að ljúga neinu þegar ég segi að ég hafi fengið amk eitt bréf á hverju einasta ári síðan. Rosalega hlýtur fólk að vera að lesa gömul blöð.
Eins og sést á myndinni hér að ofan er búið að skíra litla snúðinn minn. Þetta er þónokkur áfangi, þó að ég hafi verið búin að nefna hann mjög fljótlega eftir fæðingu. Rosalega er nú gott að eiga góða vini. Og mér finnst alveg ómetanlegt hvað vinkonur minar hafa verið duglegar að aðstoða mig í öllu. Og vil ég þakka kærlega fyrir allt elsku snúllurnar mínar.
Það er ýmislegt búið að vera að brjótast um í hausnum á mér. Og hef ég verið að taka ákvarðanir um hluti sem allir virðast hafa skoðun á. Ákvarðanir mína koma kannski mörgum á óvart en það liggur kannski meira að baki þessum ákvörðunum en flestir vita. Og eru þetta ákvarðanir sem ég á að taka ein og enginn annar. Og vil ég því gjarnan að fólk virði mínar ákvarðanir og fari ekki að böggast eitthvað yfir þeim.
Stundum finnst mér fólk vera að hafa aðeins of miklar skoðanir á hlutum sem þeim koma bara alls ekki við. Vil alls ekki vera dónaleg en í mörgum tilfellum ætti fólk kannski aðeins að sitja á sér.
Athugasemdir
Gullfalleg mæðgin og til lukku með snúð!
Erna Lilliendahl, 12.8.2008 kl. 19:35
Til hamingju, mikið eruð þið falleg saman.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 16.8.2008 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.