Bloggafmæli Gullu



Ég er eiginlega komin með pínu nóg af þessu krepputali. Eiginlega ekki talað um annað.. hvorki í blöðum, sjónvarpi né útvarpi. Og ég sem fylgist aldrei með fréttum komst ekki hjá því að ná þessu...hehe. Ekki það að ég verð alveg vör við þetta svona þegar ég fer að versla. En mér líður samt hálfpartinn eins og ég sé utanvið þetta allt. Maður er eitthvað svo ótrúlega einangraður svona þegar maður er einn heima í fæðingarorlofi.
Við Steinn Hrannar skruppum í heimsókn til Ernu frænku og Arnars Geirs. Stebbi var í skólanum en skutlaði okkur samt heim þegar hann kom. Voða þægilegt að fara í heimsókn svona þar sem til er barnabílstóll sem passar...hehehe. En við semsagt löbbuðum héðan úr breiðholtinu og upp í norðlingaholt. Vorum ekki nema 70 mín. Erum sennilega fljótari ef við förum strax yfir ána í staðinn fyrir að fara ekki yfir brúna fyrr en alveg efst í Elliðaárdalnum. Prufum hitt bara næst...hehehe.

Mér finnst ég vera orðin svo svakalega eirðarlaus núna. Og að sjálfsögðu er hausinn á mér þá búinn að vera á fullu. Væri alveg til í að komast út úr bænum í smá tíma. Og svo er ég bara búin að vera að hugsa um það hvort að maður ætti ekki bara að flytja til Danmerkur. Gæti alveg haft sæmilegt uppúr því að vera nuddari þar. En það er sennilega bara eitthvað sem datt í hausinn á mér þegar ég talaði við hann Jóa minn síðast...hehehe. Honum líkar svo vel þarna úti. En ég væri þó allavega ekki ein ef ég færi...híhí. Ekki það að Svíðþjóð einhvernveginn heillar mig meira. Gæti t.d. búið í Malmö og unnið í Köben.

Prufið að googla "dúri lúri forvitinn köttur" og sjáið hvað kemur upp. Þura systir gerði þetta um daginn og sendi mér sms...hehehe...snilli.

Vó... í þessum mánuði eru komin 5 ár síðan ég byrjaði að blogga. Aldrei hefði mér nú dottið í hug að það yrði eitthvað úr þessu hjá mér. Viðurkenni þó fúslega að þetta hefur komið í törnum en þó hefur ekki enn dottið einn einasti mánuður alveg út....húrra fyrir mér...híhí.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Knús á þig snúlla og til lukku með afmælið ;)

Erna Lilliendahl, 12.10.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband