Gleðileg jól



Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakka góðar stundir á árinu sem er að líða.

Árið sem er að líða hefur verið viðburðaríkt fyrir mig. Og miklar breytingar átt sér stað á lífi mínu.
Þegar árið byrjaði var ég tiltölulega nýbúin að komast að því að ég væri ólétt. Allt gekk voða hratt fyrir sig og strax í mars var ég orðin mamma. Næstu tveir mánuðir liðu eins og í móðu. Eyddi nánast öllum mínum vökustundum á Vökudeild barnaspítala Hringsins. Get alveg fullvissað ykkur um að þar er frábært starfsfólk. Og ég hafði engan veginn gert mér grein fyrir því hvað það eru margir fyrirburar sem fæðast. Eða hvað það eru mörg börn sem þurfa læknismeðferðir í beinu framhaldi af fæðingu.
Þessir tveir mánuðir sýndu mér hvaða fólk það er sem stendur við bakið á mér þegar á þarf að halda. Og vil ég þakka öllum þeim sem studdu mig í gegnum þennan erfiða tíma.
Skyndilega var ég svo komin heim með yndislega drenginn minn. Ég hef því, eins og allir aðrir nýbakaðir foreldrar, þurft að venjast þeirri tilhugsun að ég eigi barn. Og geti ekki bakkað til baka aftur í að þurfa ekki að taka tillit til neins. Þetta er reynsla sem hefur breytt mér. Og þetta er á sama tíma yndislegasta reynsla sem hægt er að upplifa.
Ég furða mig á því á hverjum degi hvernig ég hafi getað búið til svona fullkomna mannveru. Eitthvað hlýt ég amk að hafa gert rétt í lífinu til að öðlast þann rétt að verða mamma svona yndislegs drengs.
Nú þegar árið er að verða liðið bíð ég spennt eftir gleðistundum næsta árs.

Heyrumst svo hress og kát að vanda á nýju ári.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Hann er yndi og á ekki langt að sækja það í elsku mömmu sína ;) Gleðileg jól elskurnar!

Erna Lilliendahl, 26.12.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband