Góðir hlutir gerast hægt



Ég tók þá ákvörðun að byrja að vinna núna 2. febrúar. Það hefur gengið alveg svo vel að ég er búin að vinna 6 daga. Strákurinn er búinn að vera meira og minna lasinn allan mánuðinn. Hann átti að byrja í aðlögun hjá dagmömmunni 9. febrúar en var lasinn þá og byrjaði því ekki fyrr en 12. febrúar. Okkur tókst að fara alveg 2 daga til dagmömmunnar en þegar hann átti að fara þriðja daginn þá var hann orðinn lasinn aftur. Var svo lasinn alla síðustu viku og fór því ekki þriðja daginn sinn til dagmömmunnar fyrr en í dag. Er búin að fara með hann tvær ferðir á bráðamóttökuna á barnaspítalanum með mjög háan hita. Í fyrra skiptið vorum við bara send heim aftur en í seinna skiptið fengum við lyfseðil fyrir sýklalyfjum.
Ég mátti svosem alveg búast við svona byrjun þar sem ónæmiskerfið er ekki alveg orðið eins og það á að vera, hjá gaurnum.
Vonum bara að það eigi við núna "fall er fararheill" og að þetta sé ávísun á góða framtíð.
Þessi töf á að koma okkur í rútínu hefur að sjálfsögðu líka tafið það að ég nái að taka mig á. Hef voða lítið komist í ræktina. Og er ennþá með strákinn á brjósti, þó að ég hafi ætlað að vera löngu hætt. Get nú ekki farið að taka það af honum þegar hann er þetta mikið veikur, eins og hann er búinn að vera.

Að öðru málefni. Get ekki ákveðið mig hvort að ég eigi að fara á árshátíðina hjá vinnunni. Lét skrá mig á hana í dag þar sem það var síðasti skráningardagur. En ég er samt einhvernveginn ekkert í stuði fyrir árshátíðina. Spilar að sjálfsögðu inní að ég passa ekki í neitt af fötunum mínum þannig að ég á ekkert til að fara í. Svo er ég búin að vera í fæðingarorlofi næstum því frá síðustu árshátíð svo að ég verð ekkert inni í skemmtiatriðunum. Stóran hluta spilar samt að ég er ekki á bíl og kemst því ekki heim þegar ég vil....fyrir utan að þurfa að redda pössun. Mér finnst þó sniðugt að þetta verður standandi veisla. Þannig að maður getur hangið með hverjum sem maður vill en ekki bara þeim sem maður situr með á borði.

Fékk kvörtun um daginn að ég væri ekki góður bloggari...hehehe... sorry Erna mín. Virðist einhvernveginn ekki hafa tíma til að blogga. Núna ætti ég t.d. að vera farin að sofa þar sem ég þarf að vakna snemma í fyrramálið. Og þegar strákurinn er vakandi kemst ég eiginlega voða lítið í tölvuna, því að honum finnst svo gaman að pikka að ég fæ ekki frið til að blogga. Svo þegar hann er sofandi virðast alltaf vera einhver verkefni sem bíða og fara í forgang. Þetta er svoltið öðruvísi en þegar ég var bara ein...eða það væri ef það væri einhver annar sem hugsaði um strákinn með mér þannig að ég kæmist öðru hvoru í tölvuna án þess að þurfa að vera að hafa áhyggjur af stráknum í leiðinni. Kemur samt örugglega aftur þegar hann er orðinn stærri og ekki alveg jafn háður mömmu sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Takk elskan ;) Lífið verður strax betra og komin er rútína æa hlutina, lofa því!

Erna Lilliendahl, 26.2.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband