Sunnudagur, 15. júlí 2007
Klukkuð
Ég var klukkuð af henni Ernu Huld... hér koma því 8 staðreyndir um mig. Ég ætla svo að klukka 8.
1. Ég sleikti saltstein með kindunum þegar ég var lítil.
2. Ég var slagsmálahundur í gagnfræðaskóla
3. Ég keppti í kúluvarpi þegar ég var yngri.
4. Ég er með krullað hár.
5. Ég hef verið stungin í rassinn, af geitung
6. Ég á afmæli 16. maí og er alveg ekta naut
7. Ég hef aldrei reykt... ekki svo mikið sem tekið einn "smók"
8. Ég er óhemju feimin
Þá er það komið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
hmmm
Naut: Hugsanir um húsið og bílinn og reikninga eyðileggja fyrir ástinni sem þarfnast næringar. Þar til í kvöld. Gerðu eitthvað rómantískt.
Ætli þetta standist. Verð reyndar að viðurkenna að hugsanir um húsið og bílinn og reikninga hafa verið svoltið ríkjandi hjá mér upp á síðkastið. Kannski sér loksins fyrir endann á þessu áhyggjuefni mínu núna... hver veit???
Annars er eirðarleysi alveg að verða búið að drepa mig. Get ekki verið kjurr eina mínútu. Vil reyndar að hluta til kenna kallinum um það....hehehehe.... hann er verri ef eitthvað er. Erum í hálfgerðri fjarbúð núna þessa dagana. Og alltaf virðist vera nóg að gera samt. Ætlaði smá bara að skreppa til Þorlákshafnar á mánudagskvöldið... var komin þangað um kl. 19 og held að ég hafi ekki lagt af stað heim fyrr en um hálf eitt.... Grilluðum hjá Ragga og Elsu, sem voru að koma frá USA á mánudagsmorgun. Svo þegar heim var komið þá kjöftuðum við svo mikið að ég held að ég hafi ekki verið að fara að sofa fyrr en um hálf fimm.... og þurfti að mæta í vinnu kl átta. Já já Gulla litla pínu þreytt í vinnunni á þriðjudaginn. Þurfti svo að útrétta eftir vinnu á þriðjudaginn þannig að það var engin elsku mamma þá. Fór svo reyndar í sund á þriðjudagskvöld... var í heitu pottunum sennilega í rétt um klukkutíma fór heim fékk mér smá að borða og svo bara lá ég í móki fyrir framan sjónvarpið þar til ég skreiddist inn í rúm um hálf eitt. Var að einhverjum ástæðum samt ekki búin að fylgjast mikið með því sem var í sjónvarpinu...hmmm...gæti verið að ég hafi kannski pínu dottað...hehehe.... ekki dóttir pabba og mömmu fyrir ekki neitt..hehehehehehehe.
Í gær átti svo hún Móna litla, hans Sissa, eins árs afmæli. Innilega til hamingju með það litla sæta skott. Og Sissi minn, innilega til hamingju með dótturina...mátt alveg vera stoltur af henni því hún er svo yndisleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 8. júlí 2007
Brúðkaup Sigrúnar og Begga

Fór í gær í brúðkaupið hjá þeim Sigrúnu og Begga. Þetta var mjög skemmtilegt og fallegt brúðkaup. Alveg einhvernveginn í þeirra anda...þ.e. ekki of stíft en samt fallegt.
Við Jói fórum saman í kirkjuna og Sissi kom svo, með Mónu litlu, smá stund í veisluna. Ég er búin að vera að setja inn myndir úr brúðkaupinu og getið þið séð þær á http://www.bebo.com/PhotoAlbumBig.jsp?MemberId=510510464&PhotoNbr=1&PhotoAlbumId=4913334118
Ótrúlegt en satt þá var ég bara í nýjum kjól númer tvö...hehehe...

Það hefur nú ekki verið oft, síðustu árin, sem sést hefur til mín í kjól. En skiptunum fer greinilega fjölgandi. Og núna á ég tvo svona sumarlega kjóla og verð að sjálfsögðu að nota þá.
Eftir veisluna skutlaði ég Jóa niður í bæ og fór sjálf smá á rúntinn. Var svo bara stillt og góð og komin heim rétt fyrir eitt í nótt.
Vaknaði svo bara hress og kát, fór í ræktina og beint úr ræktinni í sund. Rosa gott að eiga svona daga. Fór svo áðan með Jóa og fékk mér ís og þvoði bílinn. Þannig að núna er ég feit og falleg á hreinum bíl...hehehehe.
Stjörnuspá dagsins á mbl.is
Naut: Þar sem þig langar ekki að svara fyrir hugmyndir þínar eða gjörðir einmitt núna, kanntu vel að meta fólk sem tekur þér eins og þú ert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 2. júlí 2007
Síðbúið afmælispartý
Hélt loksins upp á afmælið mitt núna á laugardagskvöldið. Erna vinkona sá um að plana allt og mesta undirbúninginn. Ég reyndar bakaði afmæliskökuna og verslaði inn aðrar veitingar. Var þó bara um að ræða fámennt og rólegt partý....ekki annað hægt þegar maður er orðinn svona gamall....hehehehe....segi bara svona.
Bauð reyndar fleirum en mættu en geri mér alveg grein fyrir því að þetta er nú ekki besti tíminn til að halda partý... þar sem allir eru í útilegum og svoleiðis... jú og svo þurfti Bryndís Eva endilega að unga út sama dag.....hehe... til lukku krúslurnar mínar með stækkun fjölskyldunnar.
Var með gestabók sem skrifað var í. Það hinsvegar lá við að ég táraðis þegar ég las það sem fólk skrifaði....það var allt svo sætt eitthvað.
Ég vil því bara þakka innilega fyrir mig.
Bleytti vel upp í mér um helgina. Því ég fór í sund bæði á föstudag og laugardag. Ekkert smá notalegt svona í góða veðrinu. Var búin að taka mig til fyrir sundi í gær líka en endaði svo bara í sólbaði með Guðrúnu, systir hans Kalla. Við reyndar flúðum upp á svalir þegar farið var að taka myndir af okkur... einhverjir útlendingar sem voru á neðstu hæðinni....pirr pirr.
Í gærkvöldi grilluðum við svo heima hjá mér. Held að Fannar snúlluz ælti að koma í afganga til mín í kvöld, þar sem hann var sofandi í gærkvöldi þegar hann átti að borða með okkur..hehehe.
Bloggar | Breytt 3.7.2007 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 29. júní 2007
Sumarið komið??
Jæja snúlluzarnir mínir, ætli sumarið sé loksins komið???
Það er búið að vera alveg frábært veður núna síðustu daga. Tók mér sumarfrí á mánudag og þriðjudag og var bara mjög heppin með veður...ótrúlegt en satt. Þriðjudagurinn fór reyndar smá í búðaráp en ég naut sólarinnar líka. Fór í sund og svona. Svo reyndar bauð hún Hulda dúlludúskur mér í bíó á Die Hard 4.0. Alveg ágætist mynd. Allavega stóðst hún alveg mínar væntingar.
Núna eru síðustu dagar undirbúnings fyrir litla afmælispartýið mitt. Held að þetta verði nú samt bara mjög fámennt. Boðskortin fóru seint út og margir búnir að plana annað. En það verða þá bara meiri veitingar fyrir hina...hehe.
Það virðist einhvernveginn alltaf vera nóg að gera hjá mér samt. Ekki bara í nuddinu heldur líka í lífinu sjálfu. Engin hvíld fyrir Gullu litlu.
Langar nú líka svoltið að njóta þess að vera til svona meðan það er svona gott veður allavega. Búin að taka fram sumarfötin og svona... þ.e. þetta litla sem ég passa ennþá í...hmmm.... hef bara þurft að versla mér föt til að geta verið sömmerlí.
Ég er þó heppnari en hún Guðrún mágkona/vinkona mín. Hennar sumarföt eru læst niðri í geymslunni hennar... og viti menn... lykillnn týndur. Það er nú ekki gaman að lenda í því. Ég var nú samt að segja henni að brjótast bara inn í geymsluna. Þýðir ekki að bíða bara og bíða... ekki eins og lykillinn finnist....þar sem hann týndist ekki í íbúðinni (allavega mjög ólíklega).
Haldið þið ekki líka að gellan hafi bara farið og keypt sér kjól um daginn ... hmmm ... reyndar tvo...hehehe. Verð í öðrum í afmælispartýinu mínu og hinum í brúðkaupinu hjá dúllurössunum þeim Sigrúnu og Begga. Eins gott að það verði gott veður báða þessa daga...hehehe.
Við Jói vorum að pakka inn brúðargjöfinni, sem við gefum saman. Og ég fékk að pakka inn... jei jei... ég er svo mikil ruglurófa að mér finnst svakalega gaman að pakka inn. Veit ekki hversvegna. Búið að finnast þetta alveg frá því að ég fór að vinna í Bókabúð Jónasar og fékk að hafa meira lausar hendur með það hvernig ég pakkaði inn. Þ.e. fleiri gerðir af pappír og borðum. Get sjálf alveg misst mig þegar ég er að kaupa borða og pappír.
Pirr pirr... verð nú smá að fá að pirrast líka.
Var svo svakalega dugleg að þrífa bílinn minn um síðustu helgi. Svo er maður varla fyrr búinn að þrífa bílinn en þessi helv.... mávar eru búnir að skíta yfir allan bílinn. Þeir byrjuðu samt bara pent... ein skella á aftari hliðarrúðuna bílstjóra megin... og svo bættu þeir um betur... allt húddið.. og núna afturrúðan líka.... arg arg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 27. júní 2007
Áskorun tekið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. júní 2007
17. júní helgin
Brunaði norður eftir vinnu á föstudaginn. Jói var farþegi hjá mér en við vorum í "samfloti" með Ella og Birtu. En þau reyndar voru einum og hálfum tíma á eftir okkur. Þannig að við Jói skruppum smá í Oddagötuna en svo var það Brynjuís og rúntur. Þegar Elli og Birta voru svo komin afhenti ég þeim Jóa og skellti mér í sveitina.
Við mamma skelltum okkur svo í sund á Laugum í hádeginu á laugardag og svo að skoða bumbuna á Járnbrá. Bumban er orðin nokkuð væn en verra var að Járnbrá hafði dottið og viðbeinsbrotnað.
Þegar heim (í sveitina) var komið aftur fengum við okkur örlítið í svanginn en svo setti ég upp sumarlúkkið og renndi til Akureyrar. Ætlaði á götuspyrnuna en það var aðeins of mikið af fólki fyrir mig. Sá fram á það að ég myndi ekkert sjá og tímdi því ekki að borga mig inn. Reyndi smá að fylgjast með þessu utan girðingar en það var ekki alveg að gera sig. Renndi þá bara aftur heim í sveit, grillaði borðaði og fór í djammbúninginn. Súlí kom svo til mín og við skelltum okkur á djammið.
Það tók okkur reyndar smá stund að finna stað sem að hæfði okkar aldri... þ.e. svona ungum gellum eins og okkur....tíhíhí. Kaffi Akureyri varð fyrir valinu og vorum við þar mestan tímann. Náðum að dansa slatta...og verða fyrir smá áreiti frá karlmönnum.... ég fékk meira að segja að vita að ég er "drop dead..."... en það er náttúrulega ekkert sem ég vissi ekki fyrir...hahahaha smá spaug. Og haldið þið ekki að við höfum bara hitt hann Þorstein Húnfjörð... þ.e. Húna sem var með okkur í 10. bekk. Knúsuðum hann að sjálfsögðu (af skyldurækni...uss ekki segja að ég hafi sagt þetta) og vorum kynntar fyrir kellunni hans.
Þegar við vorum komnar með leið á Kaffi Akureyri röltum við yfir á annað kaffihús handann götunnar. Biðum í biðröð fyrir utan (hleypt var inn í hollum) en þegar inn var komið var nú hálf tómlegt og skildum við ekki alveg hversvegna fólk þurfti að bíða úti... ætli það sé til að fólk haldi að það sé alveg geggjað gaman þarna inni. Okkur fannst allavega hálf klént bara þarna inni og flýttum okkur út aftur. Þá var stefnan tekið niður í áttina að Vélsmiðjunni. Þar fyrir utan hittum við Kidda bekkjabróður. Knúsuðum hann... og gáfum honum meira að segja koss á sitthvora kinnina (báðar í einu). Hann var nú reyndar smá stund að átta sig á því hverjar við værum... vorum víst ekki með rétta háraliti... erum báðar dökkhærðar í dag en vorum það ekki í gagnfræðaskóla.
Kiddi fylgdi okkur svo inn á Vélsmiðjuna... aftur út þaðan og inn á 1929. Stoppuðum heldur ekki lengi þar. Svo var kominn tími á að sækja hana Þuru mína sem var að koma frá útlöndunum. Kiddi kom meira að segja með okkur að ná í bílinn og að ná í Þuru upp í VMA. Þá var nú kominn sveitaferðartími á okkur Súlí og skilðum við Kidda af okkur niður í miðbæ, áður en við héldum aftur í sveitina.
Ekki get ég nú sagt að mér hafi fundist þetta spennandi djamm... að öðru leiti en því að við Súlí skemmtum okkur konunglega yfir því að vera loksins saman að djamma aftur.
Á sunnudaginn var svo bara pakkað saman, rennt til Akureyrar, að sjálfsögðu farið á bílasýninguna og svo haldið til höfuðborgarinnar.
Ég var ein í bíl alla leiðina í Staðarskála en þá komu Jói og Birta yfir í bílinn til mín. Ég var nú reyndar skilin eftir ein á Akureyri og lagði ekki af stað fyrr en þrem stundarfjórðungum á eftir þeim. En þau stoppuðu smá stund í Varmahlíð til að fá sér að borða.... en ég fór á bílasýninguna á Akureyri þegar þau voru að leggja af stað.
Gulla litla var því pínu þreytt þegar hún kom heim á vel skítugum bíl. Bíllinn hefur reyndar ekki enn verið þrifinn þar sem ég skrapp til Þorlákshafnar á mánudagskvöldið. Skellti mér á fjórhjól og tókst að slasa mig smá... ekkert alvarlegt samt.. pínu bólgin og marin á öðrum handleggnum... en það er ekkert miðað við Elsu greyið sem velti líka hjólinu sem hún var á. Hún var þónokkuð mikið aumari en ég... og komin með heljarinnar glóðarauga strax um kvöldið. Raggi slasaði sig ekkert þó að hann velti og var Kalli sá eini sem ekki náði að velta sínu hjóli í þessari ferð. Þetta var þó alveg heljarinnar fjör og verður örugglega endurtekið... vonandi samt án þess að vera mikið að velta....hehe. Tók svo heita pottinn á þetta á þriðjudagskvöldið, þegar ég var búin að nudda. Farin að finna fyrir meiri eymslum. Eymslin náðu svo hámarki í gær og urðu til þess að ég fékk að fara heim úr vinnunni rétt fyrir hádegi. Tók verkjatöflur og svaf til kl. 15. Þá fór ég loksins að hressast aftur. Og er nú "eldhress" í vinnunni

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Í tómu tjóni
Hef nú ekki skrifað inn hérna lengi.. bara svona skella inn sama bloggi og á hinni síðunni ;o)
Jamms... ég er bara búin að vera í tómu tjóni undanfarið. Hangi hérna í lausu lofti og veit ekkert í minn haus. En það er nú bara gaman að því ... eða þannig.
Vil samt ekki vera að kvarta, ekki eins og það bjargi neinu. Best að líta bara jákvætt á þetta. Hlýtur að koma eitthvað gott útúr þessu á endanum.
Var reyndar að lesa stjörnuspána mína sem er í Smáralindarbæklingnum sem er nýkominn út.... og VÁ!!! hvað hún hittir akkurat í mark. Passar svooooo við það sem er í gangi hjá mér núna....hehehe...fyndið.
Er loksins búin að fá greitt út úr tryggingunum. Fór og skrifaði undir pappíra á föstudaginn og átti þá að fá peninginn en þurfti að sjálfsögðu að hringja aftur á þriðjudaginn og reka á eftir því. Þá loksins gekk það í gegn.
Síðustu tveir tímarnir í Dale Carnegie verða í næstu viku. Svo að líf mitt fer kannski að fara að falla aftur í eðlilegar horfur.
Langar ógeðslega mikið að fara norður 17. júní helgina en ég er orðin svo sein að panta flug að það er alltof dýrt. Spurning því að auglýsa bara hérmeð eftir ferðafélaga. Nenni nefnilega ekki að keyra ein... fyrir utan að það er ennþá ódýrara ef fleiri skipta með sér bensínkostnaði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 22. október 2006
Rólegheit
Fór svo í hestaferð með vinnunni á föstudagskvöldið. Þetta er nú svosem ekkert löng ferð... átti að vera klukkutími en er nú ekki frá því að hún hafi nú verið eitthvað styttri en það. Fannst samt smá galli að vera að hafa þetta svona að kvöldi þannig að maður sá ekki neitt. Þegar við vorum búin á hestbaki var línudans og skeifukast. Ég var valin best klæddi kúrekinn..hehehe.. var það reyndar líka í fyrra. En fékk þó meiri samkeppni í ár en í fyrra. Svo fengum við svaka góðan mat og allir voru kátir og glaðir.
Eftir hestaferðina og matinn fór ég í partý til hennar Ingu minnar. Ég var þó frekar þreytt þar sem ég hafði farið í ræktina fyrir vinnu, verið á skyndihjálparnámskeiði frá 9-12 unnið til 16 og svo hestaferðin kl. 18. Þannig að ég var komin heim til mín bara milli eitt og hálftvö um nóttina. Og laugardagurinn var bara rólegur. Sissi kom og hjálpaði mér að fela símasnúrurnar og svona... og ég passaði bara Mónu litlu á meðan. Við vorum nú bara nokkuð góðar saman gellurnar sko. Hún vildi nú þó helst éta á mér puttana þar sem hún er að byrja að taka tennur. En puttarnir eru þó allir heilir ennþá.
Aldrei þessu vant var ég bara heima hjá mér á laugardagskvöldi. Hefur ekki komið oft fyrir upp á síðkastið...hehehe. Borðaði reyndar niðri með Gulla, Guðrúnu (mömmu Gulla) og tveimur öðrum stelpum. Pöntuðum okkur mat frá Mekong. En svo bara leigði ég mér mynd á VOD-inu, Walk the line. Ágætis mynd. Horfði svo bara á skjáinn þar til ég sofnaði í sófanum eitthvað um kl. 3 í nótt. vaknaði svo um hálf 5 og fór inn í rúm.
Fór í Kolaportið í dag með Jóa. Hef ekki farið í Kolaportið síðan ég veit ekki hvenær. Fannst ekkert meira varið í draslið þarna núna en síðast þegar ég fór. Þannig að ég geri ekki ráð fyrir að fara aftur á næstunni... ekki illa meint.
Held svo bara að ég fari snemma að sofa í kvöld þar sem ég ætla í ræktina í fyrramálið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 16. október 2006
Skreppur??
Skrapp á Papaball á Eskifirði um síðustu helgi, með honum Jóa. Fólk vill samt eitthvað vera að meina að þetta hafi kannski verið eitthvað aðeins meira en bara smá skreppur...skil ekkert í því..hehe.
Þetta var samt eiginlega bara skyndiákvörðun. Vorum reyndar eitthvað búin að vera að grínast með þetta á mánudeginum áður...fékk nefnilega veftilboð í flug til Egilsstaða og þar var auglýsingin Nýttu tímann vel - Papaball á Eskifirði... En svo á fimmtudeginum segir Jói mér að pabbi hans og nokkrir vinir séu að fara í haustferð á Vattarnes og að það sé alltaf ógeðslega gaman. Þá sagði ég eitthvað í gríni hvort að við ættum ekki bara að skella okkur líka. Og það er skemmst frá því að segja að fyrir hádegi þennan sama fimmtudag vorum við búin að ákveða að skella okkur austur morguninn eftir..hehehe...geri aðrir betur.
Lögðum í'ann uppúr kl. 10 á föstudagsmorgninum og vorum komin á Vattarnes um kl. 18. Komum að sjálfsögðu öllum á óvart...hehehe... gerði þetta bara ennþá skemmtilegra. Fengum svo þennan líka veislumat um kvöldið. Vorum reyndar sjálf búin að kaupa okkur mat til að elda... en það var ekki tekið í mál annað en við borðuðum með þeim hinum...það væri nóg til. Gistum svo í Vattarnesi.
Laugardaginn tókum við snemma. Ég fékk reyndar sightseeing tour með guide um svæðið...hehehe...Danni vildi endilega sýna mér staðinn. Fékk fullt af örnefnum sem að ég get ekki nefnt...fékk svo mikið af upplýsingum að ég gat ekki móttekið það. Skelltum okkur svo á Egilsstaði í sund. Héldum reyndar að við myndum næstum því hafa staðinn útaf fyrir okkur...en það var nú aldeilis ekki svo... mættum á sama tíma og full rúta af breskum unglingum. Og ó mæ god hvað þeim fannst erfitt að þurfa að þvo sér án sundfata áður en þau færu í laugina.
Eftir sundið rúntuðum við smá um svæðið... og fengum okkur að sjálfsögðu ís....litli íssjúklingurinn ég.... fórum í sjoppuna við hliðina á Hamborgara Búllunni... man ekki hvað sjoppan heitir. Fórum svo aftur á Vattarnes til að taka okkur til fyrir ballið. Ákváðum að vera snemma í því og fá okkur eitthvað gott að borða áður en við skelltum okkur á djammið. Enduðum aftur á Egilsstöðum til að fá okkur að borða. Ætluðum að fá okkur borgara á Hamborgarabúllunni en hún var akkurat að loka þegar við komum svo að við skelltum okkur bara í næstu sjoppu...hehehe. Fórum svo á lítið og sætt kaffihús og sátum þar smá stund. Vorum að sjálfsögðu það tímanlega í því á Eskifjörð að við tókum klukkutíma rúnt...og vá hvað ég var farin að þekkja göturnar þar utanað...hehehe...ekki illa meint. Við vorum eiginlega líka farin að þekkja utanað bílana sem voru á rúntinum. Það var svo hörkustuð á ballinu, en ég komst að því að það er frekar erfitt að dansa innan um austfirðinga...hehehe... ég hélt að ég væri nokkuð ör á dansgólfinu... en NEIBB...ég er bara stillt og róleg.
Þegar við fórum svo að huga að því að koma okkur aftur til Reykjavíkur fannst okkur við alveg eins geta farið nyrðri leiðina til baka fyrst að við vorum hvort eð er komin þetta langt. Sendi mömmu sms þegar við vorum uppá Öræfum til að tékka á því hvort að hún væri í vinnunni eða ekki...tíhíhí...Gulla prakkari. Jújú mamma var í vinnunni og við bara bönkuðum uppá. Hún missti næstum því andlitið...var að reyna að hringja í mig en ég svaraði ekki...hehehe... I wonder why?? Þegar við vorum búin að stoppa smá stund á Laugum renndum við í Bárðardalinn...komum Þuru og pabba alveg jafn mikið á óvart og mömmu. Ekki nema bara snilld. Á Akureyri var það að sjálfsögðu Brynjuís...maður sleppir því nú ekki... og svo kastaði ég kveðju á tengdamömmu í Oddagötunni. Held nú bara að hún hafi verið alveg jafn hissa og allir hinir sem við kíktum á. Sissi var líka hissa, hann var hjá tengdó, hann vissi náttúrulega ekki að við myndum fara þessa leiðina til baka þó að hann vissi að ég væri að fara á Eskifjörð. Vorum svo komin til Reykjavíkur seint á sunnudagskvöld. Rosalega var nú rúmið mitt samt vinarlegt. Ég er búin að setja myndir í myndaalbúmið og eru þessar myndir undir Austfjarðarskreppur...endilega skoðið.
Vikan er svo bara búin að vera svona venjuleg. Vinna, nudd og rækt eins og gengur og gerist. Tók því bara rólega á föstudagskvöldið en tók gott djamm í fyrrakvöld með Gullu og Binnu ;)... gerðum okkur glaðan dag og dönsuðum eins og okkur væri borgað fyrir það...ja kannski ekki alveg þannig dans samt...hmmm... kannski ekki vel orðað ;)
Í gær fór ég svo og skoðaði IKEA. Þetta verður nú ekki bara skroppið í IKEA núna. Þetta er bara ferðalag. Bæði er þetta orðið staðsett einhversstaðar úti í ra...... og nú ratar maður bara ekki neitt innanhúss þar sem þetta er orðið svo stórt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)