Af mér



Af mér er allt gott að frétta.... þ.e. ég allavega nenni ekki að gráta eða nöldra yfir neinu...hehehe.
Steinn Hrannar braggast vel og ég er svona að venjast því að vera mamma. Það er ýmislegt sem ég er búin að aðlaga nýjum aðstæðum og sjálfsagt alveg fullt sem ég á eftir að aðlaga. Skruppum í sveitina og vorum þar í tvær vikur. Það var voða notó að fá hjálp og vera í rólegheitunum hjá foreldrum mínum. Það var samt líka voða gott að komast heima og nú er bara fyrir höndum að reyna að koma okkar lífi í rútínu. Er að vonast til að geta farið að nudda eftir ekkert voðalega langan tíma. En er samt ekkert að flýta mér. Tíminn einhvernveginn bara flýgur áfram og dagarnir bara hverfa. Er að reyna að vera dugleg að fara út að labba amk á meðan veðrið er svona gott. Hef aðeins verið að nýta þessa labbitúra líka í að fara í heimsóknir og hitta fólk. Þannig að ég var t.d. bara að koma heim um kl. 21 í kvöld... en fór út eitthvað um kl. 15.... skrapp í búð og svo í heimsókn. Fínt líka að fara að reyna að byrja að koma sér í form aftur... fer vonandi að fara að komast í ræktina aftur. Synd að vera að borga alltaf mánaðargjald í ræktina og komast ekkert. En það er víst ekki hægt að frysta kortið mitt og ég er með samning fram í júní 2009. Hehe ég er alveg búin að plana þetta sko...hehehe...set Stein Hrannar í pössun hjá Freyju systir á meðan ég er í ræktinni. Hún býr nefnilega mjög stutt frá og þá gæti ég gefið honum að drekka þar áður en ég fer í ræktina. Skotist svo í ræktina. Og gefið honum hjá Freyju um leið og ég kem úr ræktinni aftur. Þá þarf ég ekkert að vera að stressa mig á tíma í ræktinni. Á reyndar eftir að ræða þetta við Freyju...híhí. En hún er hvort eð er búin að panta að vera uppáhalds-frænkan þannig að hún getur unnið í því á meðan ég er í ræktinni...hehe.

Jæja vildi bara láta vita að ég er á lífi. Þarf að fara að sinna litla snúðnum mínum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

8_4_145

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 12.7.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband