Kominn í vöggu



Jæja þá er töffarinn kominn í vöggu. Þvílíkur munur að þurfa ekki að vera að athafna sig lengur inni í kassanum. Ekki það að ég var nú orðin vön því að skipta á honum og svona, með hann inni í kassanum. Liggur við að maður þurfi að læra það upp á nýtt að skipta á honum..haha. Svo ef það bætast börn inn á H2 núna, þá verður hann færður yfir á V. Þannig að þetta eru þvílíku breytingarnar núna hjá kappanum.
Hann var líka vigtaður í morgun og er hann orðin 2000 gr. (8 merkur). Þannig að þetta er allt að gerast. Fann líka í dag hvað hann er að verða duglegur að sjúga brjóstið. Liggur nú bara við að maður finni mun á milli daga hjá honum.

Mamma ekki að standa sig ;o)

Já hún mamma er greinilega ekki að standa sig hérna. Hún er reyndar búin að vera voða mikið hjá mér og er að fara mjög seint heim. Af því leiðir að hún er ekki mikið að henda inn upplýsingum hérna. En allavega.. ég var vigtaður í morgun og var 1895 gr... reyndar með nál...en nálin er náttúrulega bara nokkur grömm. Mamma var líka að hæla mér í dag fyrir það hvað ég var duglegur að vera eiginlega ekkert að gleyma að anda og svona. Allur bara að koma til.. 7 - 9 - 13. Núna er mamma líka loksins að fara að taka við sér og að byrja að þvo fötin mín. Gengur ekki að öll fötin mín séu ennþá óþvegin ef ég fer bráðum að fara í vögguna. Mamma verður líka að sjá hvað það er sem mig vantar. Mömmu sýnist ég eiga einhverjar nokkrar flíkur nr 50-56 og örfáar minni en það. En hún verður bara að fara að koma þessu í röð og reglu í kommóðu til að hafa betri yfirsýn yfir þetta.
Annars er bara allt gott að frétta af okkur.
Kveðja Deidi (er sko ekkert lítill)

Nýjustu fréttir

Steinn Hrannar var vigtaður í gær og var hann orðinn 1790 gr. Hann verður þó vigtaður aftur á morgun.
Þegar ég mætti á spítalann í morgun þá fékk ég að vita það að hann þyrfti að fá blóðgjöf. Og fékk hann 22 ml í dag. Þetta er víst eitthvað sem er mjög algeng fyrir fyrirbura sem eru fæddir þetta ungir. Margir eru jafnvel að fá oftar en einu sinni. Mér fannst þó voða sárt eitthvað að horfa uppá þetta. Manni finnst einhvernveginn alltaf eins og það séu mikil veikindi í gangi þegar það þarf blóð. En læknarnir virtust ekki hafa neinar áhyggjur. Og sögðu að ég ætti ekki að hafa neinar áhyggjur heldur. Svo í framhaldi mun hann fá járn til að halda blóðmagninu uppi.
Steinn fékk líka að leggjast við brjóst í fyrsta skipti í gær. Mér fannst það alveg yndislegt. Hann er þó ekki farinn að drekka sjálfur og á ég að passa að ég sé nýlega búin að mjólka mig þegar ég legg hann á brjóst... svona svo að hann sé ekki að fá neitt mikið af mjólk upp í sig þó að hann fái að sjúga. Hann er svona meira að nota brjóstið sem snuð.

Töffarinn



Mömmu finnst ég algjör töffari þegar ég er kominn með húfuna mína. Þarf að vera með húfu þegar ég fer í fangið á mömmu sko. Á myndinni hér fyrir ofan var hún búin að klæða mig í húfuna og var að fara að taka mig í fangið. Sést ekki alveg hvað ég er spenntur...hehe... mér finnst svooooo gott að fara í fangið til mömmu.
Mömmu finnst líka svo æðislegt hvað hún er farin að taka eftir þegar ég er svangur.. og hvað ég er duglegur að totta snuðið mitt þegar ég er að fá mjólk.
Í síðustu vigtun var ég 1710 gr... þá búinn að þyngjast um 100 gr á tveimur sólarhringum. Verð vigtaður aftur á morgun og mamma er svaka spennt að vita hvað ég er orðinn þungur núna.

Styttist í vögguna



Nú er Steinn Hrannar orðinn 1610 gr. Það fer því að styttast í það að hann geti farið úr hitakassanum og yfir í vöggu. Það reyndar miðast við 1500 gr að lágmarki. En þegar börnin eru svona ung þá eru það 1700 - 1900 gr sem horft er í. Og nú má ég líka fara að taka hann í "kengúru" oftar en einu sinni á dag.
Það er farinn að sjást þvílíkur munur á kappanum... farinn að fá smá fyllingu á kroppinn.
Ég er nú samt enn farin að lengja tímann sem ég er hjá honum á kvöldin. Er farin að vera líka þarna í gjöfinni kl. 22. Sem þýðir að ég er ekki komin heim fyrr en milli hálf ellefu og ellefu á kvöldin. Veit svosem ekki hvort að ég hef það svoleiðis alltaf. Hefði sjálfsagt gott af því að taka mér fríkvöld og slappa aðeins af.

Pós



Deidi litli var vigtaður í gær og var hann búinn að þyngjast um 28 gr á tveimur sólarhringum. Það lítur því bara mjög vel út. Og matarskammturinn jókst um 1 ml í máltíð við þessa þyngingu. Hann er því kominn upp í 33 ml á þriggja tíma fresti.
Það er líka talað um hann sem prinsinn á svæðinu því að hann er eini strákurinn á stofunni...hehe...bara strax kominn með fullt af kærustum..haha. Byrjar vel. Og svo er hann farinn að pósa svo skemmtilega að mamma gamla getur bara ekki annað en tekið myndir og skellt þeim hingað inn..haha. Og svo er nú alltaf gaman að heyra hvað hann sé óskaplega líkur mömmu sinni...tíhí..."SVO FALLEGUR"

Fór í bumbuhitting í gær...hehe...stelpurnar vildu endilega hafa mig með þó að mitt kríli væri ekki lengur í bumbunni. Voða næs... skrapp á milli mjalta :o/

Myndir



Jæja var loksins að henda inn myndum, af Deida litla, í bebo myndaalbúmið mitt. Var búin að vera að setja inn á facebook-ið mitt en það eru víst ekki allir sem eru með svoleiðis og geta því ekki allir skoðað.
Endilega kíkið á myndirnar og ég reyni svo að bæta fleirum þar inn jafnóðum og ég tek þær ;)

 http://www.bebo.com/PhotoAlbum.jsp?PhotoNbr=1&MemberId=510510464&PhotoAlbumId=7351194738


Kominn með nafn

Já mamma og pabbi eru loksins búin að ákveða nafn á mig.  Og ákváðu í gærkvöldi að nefna mig svo að ég yrði nú ekki bara litli kútur í marga marga mánuði, þar sem það er ekki alveg að koma að skírn hjá mér.
Nafnið sem þau völdu handa mér er Steinn Hrannar.  Finnst ykkur það ekki bara lang flottast?? Mér finnst það allavega hehehe.

Kveðja
Deidi litli


Meira update



Nú er búið að færa mig yfir á það svæði sem er ekki alveg jafn mikil gjörgæsla. Sem er bara gott því að það þýðir að það er allt að síga í rétta átt. Einnig verið að tala um að færa mig í enn minni gjörgæslu þar sem ástandið á mér hefur verið svo stöðugt. Ég var þó aðeins að stríða mömmu í dag og ákvað að gleyma smá að anda. Hjúkkurnar höfðu samt engar áhyggjur, sögðu að þetta væri eitthvað sem að fyrirburar gerðu gjarnan. Og þar sem ég tók alltaf við mér sjálfur alveg án þess að nokkuð þyrfti að pota í mig þá bara voru þær mjög rólegar yfir þessu...eitthvað annað en mamman litla sem að fékk í magann í hvert skipti.
Mamma greyið er orðin pínu þreytt. Ekki alveg að fá nóga hvíld. Hún hefur sennilega aðeins of miklar áhyggjur af mér. Og svo þarf hún alltaf að mjólka sig svo að ég fái nú nóg að borða. Það er þó einnig farið að bæta smá fæðubótarefni út í mjólkina sem ég fæ. Svo að ég verði ennþá fljótari að stækka. Ég er þó bara ennþá með mjög daufa blöndu, svona meðan ég er að venjast þessu. Og svo hjúkkurnar geti séð hvort að þessi blanda fari nokku illa í mig.
Var alveg í tvo tíma í fanginu á mömmu í dag. Og það var náttúrulega bara bestast.
Svo kom Freyja mostra í heimsókn til okkar bara eftir kvöldmat. Hún var samt bara stutt því að það var kominn heimferðartími á mömmu.

Bið að heilsa öllum
Kveðja litli kútur

Update



Smá update hér. Litli kútur er kominn í fullt fæði... þ.e. brjóstamjólk og ekkert í æð. Nálin var tekin í morgun. Hann er einnig laus úr Sipap-inu núna og gengur bara mjög vel að anda án þess. Það var þó tekin blóðprufa í hádeginu og á eftir að koma í ljós hvort að hann þurfi að fara í ljós aftur (v/gulunnar).
Ég er búin að fá að halda á honum núna þrjá daga í röð. Tími eiginlega aldrei að láta hann frá mér aftur... en verð víst að gera það til að geta mjólkað mig... sem þarf víst að gerast á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn. En kútur fær bara að koma í fangið á mér einu sinni á dag.
Það kom svo læknir að tala við mig áðan og biðja um leyfi til að nota Litla kút í rannsóknarverkefni. Það hefur alltaf vantað að fá heilbrigðan fyrirbura til að rannsaka. Hann útskýrði þetta voða vel fyrir mér og ég sé ekkert því til fyrirstöðu. Er þó með pappíra sem ég skoða þegar ég fer heim í kvöld... og að sjálfsögðu er ég með fleiri pappíra til að undirrita þar sem allt þarf að sjálfsögðu að vera á pappírum.

Jæja hef það ekki lengra í bili... er enn á spítalanum og verð hér fram á kvöld. Ætla núna að kíkja aftur á kútinn minn og undirbúa máltíðina hans... en hann á að fá mjólk núna kl. 16.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband