Laugardagur, 29. mars 2008
Litli prinsinn

Litli bumbubúinn minn var að flýta sér svo svakalega mikið í heiminn. Hann fæddist 23.03.2008 kl. 22:07 rúmum 11 vikum fyrir áætlaðan fæðingardag.
Hann var 6 merkur (1510 gr) og 41 cm. Stór strákur og vel yfir meðallagi miðað við meðgöngulengd (meðaltalið um 4 merkur).
Vaknaði á páskadagsmorgun með örlitla verki sem ágerðust svo þegar ég var í sturtu þá um morguninn. Verkirnir hættu svo en litlu seinna fann ég að það var farið að blæða. Var komin á FSA fyrir hádegi og þá var bara komin full útvíkkun og því ekkert hægt að stöðva fæðinguna. Náði að halda honum í mér í 10 tíma án þess að rembast.. en þá líka kom hann út í þremur rembingum.
Vorum svo flutt suður, með sjúkraflugi, í hádeginu á annan í páskum. Hann hefur spjarað sig alveg ótrúlega vel og braggast hratt. Var ekki í öndunarvélinni nema í ca sólarhring og er núna einnig búinn að losna við auka súrefnispústið sem hann var með. Og alltaf verið að vinna í því að auka mjólkurmagnið sem hann fær. Hann er þó ennþá með sondu ofan í magann (sem hann fær mjólkina í gegnum) og verður það í einhvern tíma.
En jæja vildi bara láta vita af mér og mínum :)... en núna er víst kominn mjaltartími og læt ég það sitja fyrir öllu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 13. mars 2008
27 vikur komnar

Sléttar 27 vikur komnar í gær. Og því tekin ný bumbumynd.
Súlí vinkona var svo væn að taka þessa mynd fyrir mig. Hún kom nefnilega og gisti hjá mér í gærkvöldi... og þessvegna henti ég myndinni ekki inn í gærkvöldi...hehe.
Við kjöftuðum að sjálfsögðu langt fram á nótt og var það því þreytt Gulla sem mætti í vinnuna í morgun.
Fór á þriðjudaginn og skipti um bíl við Kalla. Hann er að setja toyotuna í viðgerð og svo verður hún sennilega bara seld. Bíllinn sem ég fékk var hinsvegar svo drullugur að ég fór og þvoði hann í gær. Var samt ekkert voðalega glöð að verki loknu því að það þarf augljóslega eitthvað meira en kúst og vatn til að þrífa bílinn... og svo var ég alveg rennandi blaut því að það bunaði hér og þar úr slöngunni sem var við þennan blessaða þvottakúst sem ég notaði.
Well... er í vinnunni og þarf því að halda áfram að vinna. Vildi bara henda inn nýrri mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. mars 2008
Árshátíð Símans

Árshátíð Símans var haldin í gærkvöldi. Rosalega flott að vanda. Gulla og Daddi, úr Stelpunum, voru veislustjórar. Garðar Thor Cortes söng fyrir okkur, Sprengjuhöllin spilaði og svo var það Páll Óskar sem að sá um að DJ-ast að borðhaldi og öðrum skemmtiatriðum loknum.
Ég fór þó heim um kl. 1:30. Var þá alveg búin á því. Stuðið átti þó að standa til kl 2. En ég var alveg búin í fótunum og bumbunni. Andinn hefði hinsvegar alveg verið til í að halda áfram...hehehe.
Undirbúningurinn fyrir árshátíðina er líka búinn að taka smá tíma..hehehe. Það var ekki fyrr en á fimmtudaginn sem ég var komin með kjólinn sem ég fór í. Gulla (í vinnunni) var svo elskuleg að lána mér nokkra kjóla sem ég gat valið úr. Og svo má ég hafa þessa kjóla áfram í láni þar sem þeir eru of stórir á hana... en komast allavega ennþá utan um bumbuna á mér.
Selma vinkona litaði á mér hárið á fimmtudagskvöldið. Skrapp til þeirra Péturs í mat og litun. Bara lúksus... þau eru alveg yndisleg.
Og svo var það hún Freyja mín sem að hjálpaði mér við að bera á mig brúnkukremið. Það gekk þó ekkert betur en venjulega og varð ég svoltið flekkótt... mér er bara einfaldlega ekki ætlað að nota brúnkukrem. Ætti bara að halda mig við ljósabekkina. En þar sem það er ekkert voðalega vinsælt að ófrískar konur fari í ljós þá hef ég ekki gert það og ákvað að nota þessa aðferðina. Í augnablikinu geri ég ekki ráð fyrir að eignast fleiri börn, þannig að ég ætti ekki að þurfa að lenda í þessum aðstæðum aftur. Verð bara hvít um páskana... og svo er nú ekkert svo svakalega langt þangað til ég unga þessu kríli út. Verður vonandi gott sumar þannig að ég verði bara brún úti í sólinni með litla kút.
Kíkti á ömmu Góu á föstudagskvöldið, áður en ég fór í brúnkuna til Freyju. Hún var að passa Rúnar Mar hennar Regínu frænku. Angela og Gulli voru reyndar hjá henni þegar ég kom... en fóru eiginlega strax. Þannig að við amma vorum bara að spjalla... Rúnar var reyndar ekkert á því að fara að sofa... þ.e. vildi bara að amma væri inni í herberginu hjá sér...hehe...virtist einhvernveginn alltaf rumska þegar hún fór fram. En það gekk þó að lokum.
Dagurinn í gær var svo bara rólegur þar til ég fór í sturtu og hoppaði heim til Jónínu fyrir fyrirpartýið...hehehe. Var búin að greiða mér og klæða áður en ég fór til Jónínu... en málaði mig þar. Spurning samt hvort að ég hafi skammast mín fyrir mína einföldu (ekki) greiðslu og látlausu förðun... þegar hinar stelpurnar voru búnar að vera í greiðslu og förðun. En ég er hvort eð er vön að gera þetta alltaf sjálf... nema Gugga, systir Kalla, greiddi mér í fyrra. Og Júlía vinkona hjálpaði mér nú einhverntíman líka... ætli það hafi ekki verið fyrir árshátíð mína nr 2 hjá Símanum. Annars hef ég nú yfirleitt ekkert verið að hafa miklar áhyggjur af þessu. Það var líka í fyrsta skipti í fyrra sem ég fór í kjól á árshátíðina...hehe... hafði fram að því ekki verið mikil kjólamanneskja.
En látum þetta gott heita... ætla að hendast í sturtu áður en Sissi kemur að sýna mér kerruvagninn sem ég ætla sennilega að kaupa af honum...ja eða einhver að kaupa fyrir mig af honum...hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Hálfnuð frá þeim tíma sem ég vissi....

Já já nú eru 14 vikur síðan ég uppgötvaði að ég væri ófrísk og 14 vikur í settan dag.
Tíminn flýgur alveg áfram og ég bara skil ekkert í þessu.
Við Freyja systir fórum á föstudaginn í smá búðaráp. Freyja keypti handa mér óléttugallabuxur. Og svo fórum við á kaffihús.
Á laugardaginn fór ég svo í vax upp á Kjalarnes..aha.. mér tókst að rata.
Og um kvöldið fór ég í partý í Mosó.... tókst líka að rata þangað. Þannig að þetta var svona rati dagur fyrir Gullu litlu. Kom ekki heim fyrr en uppúr kl. 3... þegar ég var búin að fara tvær ferðir niður í bæ.
Var að komast að því hversvegna það er alltaf svona mikil spenna í bumbunni minni. Það er sennilega af því að ég var í of góðu formi... þ.e. með of sterka magavöðva. Og þeir eru ekki sáttir við að gefa eftir. Þannig að það er eilíf barátta á milli bumbukúts, sem vill meira pláss, og magavöðvanna sem vilja ekki gefa eftir. Verð þá bara vonandi fljótari að jafna mig eftir fæðinguna.
Jæja spurning samt um að koma sér í bælið. Styttist í helgi og árshátíð og maður verður nú að vera vel hvíldur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Enn ein vikan liðin

Það er ekkert smá sem tíminn er alltaf fljótur að líða. Enn ein vikan liðin og ég blæs út. Vona að það fari nú aðeins á hægja á núna. Ég veit allavega ekki hvernig ég enda ef ég held svona áfram nonstop. Í dag eru akkurat 15 vikur í settan dag.
Ég er búin að vera á skyndihjálparnámskeiði í kvöld og í gærkvöldi. Svona sérsniðið að skyndihjálp á börnum. Mjög sniðugt.. en vá... barnið mitt verður pakka inn í bómull ... hmmm. Dróg Ástu Brynju með mér... en hún er einmitt sett þremur dögum á undan mér. Og ég held jafnvel að hennar kríli verði líka pakkað í bómull. Ætlum að gefa hvor annarri hjálma á börnin í sængurgjöf...hehehe.
Finnst ég eitthvað búin að vera svo svakalega upptekin upp á síðkastið. Finnst ég samt ekki hafa komið neinu í verk...hehe. En svona er þetta stundum. Var hjá Huldu vinkonu allan föstudaginn eftir vinnu. Fór til hennar beint eftir vinnu og var ekki komin heim fyrr en um miðja nótt... var reyndar búin að dotta eitthvað í sófanum hjá henni. Keyptum pizzu og leigðum video ásamt fleirum. Á laugardaginn var svo vinnupartý. Á sunnudaginn fór ég til Gínu frænku og var þar fram á kvöld... frá því að ég var búin í ræktinni. Á mánudaginn var ég að nudda. Og svo náttúrulega þetta skyndihjálparnámskeið í gær og í dag. Þannig að einhvernveginn hefur þessi vika alveg flogið frá mér. Er svo að fara að nudda á morgun og fá næturgest. Og þá er bara komin helgi. Hitti Ernu vinkonu meira að segja í hádeginu í gær. Þannig að ég er farin að bóka hádegin líka...hehehe.
Þyrfti eiginlega að komast til Hveragerðis og skoða óléttuföt sem kona þar er að selja. En miðað við færðina eins og hún er núna þá er ég allavega ekki að fara á mínum bíl... þ.e. mínum dekkjum.
Meira að segja Fannar greyið var að kvarta yfir því að ég væri ekkert búin að tala við hann. Og Sissi kom inn á msn í dag og sagði að það væri svo langt síðan hann hefði heyrt í mér... og þá er það nú orðið slæmt...hehehe. En svona er þetta bara.
Núna styttist verulega í árshátíðina og ég ekki ennþá búin að ákveða í hverju ég ætla að fara. Það er orðið 100% að ég allavega fer ekki í kjólnum sem ég hafði ætlað mér að fara í. Nei bumban er orðin of há til þess. Þannig að nú er bara að gramsa í skápunum hjá vinkonunum til að sjá hvort að þær eigi eitthvað sem er nógu teygjanlegt. Er komin með eitthvað frá Huldu vinkonu. Og svo ætlar Gulla (í vinnunni) að lána mér kjóla sem hún á. Þannig að ég get allavega smá valið úr....vonandi....ef ég kemst í þá. Get alveg verið í þröngum kjólum bara ef þeir teyjast yfir bumbuna. Er nú ekki að fara að kaupa mér kjól til að vera í einu sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 20. febrúar 2008
16 vikur eftir

Já já núna eru 16 vikur eftir.
Fór í mæðraskoðun í gær. Kom vel út...allavega að mati ljósunnar..hehe...mér finnst ég samt hafa þyngst alveg óþarflega mikið..hehe. En það virðist samt ekki mikið vera að setjast annarsstaðar en á magann og brjóstin...sem er ágætt.
Blóðþrýstingurinn hafði meira að segja lækkað. En legið er reyndar farið að teygja sig hærra en svona meðallagið. En ég á víst ekkert að fara að hafa áhyggjur strax af því að þetta verði stórt barn. Kannski er bara mikið vatn og svona...hehe góð sundlaug fyrir bumbukút.
Hann hefur nú aðeins farið að róast...enda svosem mátti hann nú alveg við því. Hafði reyndar áhyggjur um daginn þar sem ég var ekki búin að finna neinar hreyfingar svo lengi... en þær áhyggjur voru alveg óþarfar. Og hann meira að segja sparkaði í ljósuna þegar við vorum að hlusta á hjartsláttinn hans.
Núna er víst að fara að koma tími á að huga að foreldranámskeiði og brjóstagjafanámskeiði/fyrirlestri. Finnst einhvernveginn að það eigi að vera nógur tími til stefnu. En fékk áfall áðan þegar ég sá að það eru bara sléttar 16 vikur eftir (í settan dag).
Hmmm fékk nú líka að heyra það í ræktinni um daginn að ég væri eins og hvalur á þurru landi...ekki finnst mér það nú fallega sagt. En læt það ekki stoppa mig og held áfram í ræktinni. Held nú samt að það sé nú ekki mikið sem ég geti gert til að hætta að vera eins og hvalur.. svona fyrr en eftir amk þessar 16 vikur.
Matarlystin lætur samt ekki á sér standa núna. Virðist alltaf vera svöng... og langar alltaf í pizzur og græna frostpinna. Hef þó svona aðeins náð að halda aftur af mér.... geri nú samt ráð fyrir að kaupa mér pizzu í þessari viku þar sem það er megavika.
Og já... var að frétta af skyndihjálparnámskeiði sem er stílað inn á skyndihjálp á börnum. Er að spá í að skella mér.. ef það er ennþá pláss. Er meira að segja búin að færa til nudd svo að ég komist. Finnst þetta alveg bráðsniðugt.
Jæja best að fara að reyna að gera eitthvað af viti... Knús og kossar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 17. febrúar 2008
Uppfærsla

Var víst ekki búin að uppfæra hérna eftir að ég tók 23 vikna myndina. En hér kemur hún.. tekin sl miðvikudag.
Fer reyndar að styttast í 24 vikna myndina. Tíminn líður svo agalega hratt eitthvað. Og ég blæs út ... hmmm ... allavega finnst mér það.
Er pínu farin að finna fyrir því að ég geti ekki borðað hvað sem er án þess að fá bjúg. En annars get ég ekki kvartað undan heilsunni. Að sjálfsögðu ennþá svoltið þreytt á kvöldin. En hef samt alveg verið allt í lagi dugleg í ræktinni. Og er ennþá að nudda aðeins. Verst hvað fólk er bara að hlægja að mér ... og segja mér að ég sé eins og hvalur á þurru landi (þegar ég er í ræktinni)... ekki fallegt hmmm.
En þar sem þetta eiga að teljast vinir manns þá svosem fyrirgefur maður..hehe.
Er búin að vera að vaka frameftir tvö sl kvöld...hehe.. þetta get ég..haha. Fór til Péturs og Selmu eftir ræktina á föstudagskvöldið og við spiluðum rommý. Hef ekki spilað síðan ég veit ekki hvenær... en þetta gekk allt í lagi.. allavega til að byrja með..hmmm... svo fór að halla undan fæti og Selma komst framúr mér... langt framúr mér. Well.. á bara eftir að finna heppnina í ástunum staðinn.
Fór svo í bumbuhittin í gær. Bakaði vöfflur og alles bara..hehe. Kom heim milli hálf tvö og tvö í nótt. Og svo bara upp í morgun og í ræktina. Orka í gellu...haha... er samt ekki að nenna núna að fara að þrífa sameignina. Mér finnst að það eigi að sleppa óléttu konunum við sameignarþrifin. Er ekki einhver sem býður sig fram í verkið...tíhí??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 9. febrúar 2008
Bíllinn laus

Já brummi minn var fastur í stæðinu sínu í tvo daga. Á fimmtudagsmorgun þegar ég fór út mokaði ég af honum og frá honum... öllum hjólum og allt (ágætis líkamsrækt bara) en hann fór ekki neitt. Þannig að ég fékk far í og úr vinnu. Þegar ég kom heim á fimmtudaginn þá var bara ekki fræðilegur að ég nennti að fara að reyna að losa bílinn... fyrir utan að ég held að ég hefði svosem ekkert komist á honum neitt. Fékk því aftur far í og úr vinnu í gær. Þetta þýddi samt að sjálfsögðu það að ég komst ekkert í ræktina þessa daga.
Fór út í morgun og náði bílnum úr stæðinu. Þannig að ég brunaði í ræktina svaka glöð. Myndina hér fyrir ofan tók ég einmitt í morgun þegar ég var búin að gera mig klára í ræktina.
Ég var svo ofsalega stolt af bílnum mínum áðan þegar ég kom heim. Allur snjór bráðnaður af honum og þetta líka svaka fallega veður. En hvað gerist þá... auðvitað fer að snjóa aftur. Og nú er bíllinn minn að sjálfsögðu orðinn snjóugur aftur.
Sissi aðalkrútt var svo yndislegur í gær að skutlast með mig í nettó. Var orðin allslaus og nennti að sjálfsögðu ekki að labba í búð í veðrinu sem búið er að vera undanfarna daga.
Pabbi og mamma hættu við að koma suður vegna veðurs. Hefði sennilega ekki verið neitt voðalega spennandi að vera hérna í veðrinu í gær...hmmmm. Mér finnst samt leiðinlegt að þau hafi ekki komist. Var farin að hlakka til að fá þau til mín í nokkra daga. En það verður bara síðar. Mamman á samt afmæli á morgun...hehe...er samt bara ung gella sko...tíhí....getur ekki annað verið þar sem hún var svo ung þegar hún átti mig... og ég er að sjálfsögðu bara rétt stigin upp úr unglingsárunum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Ný bumbumynd

Jæja komin glæný bumbumynd. Var að taka þessa núna áðan...komin sléttar 22 vikur.
Voða lítið gerst frá í gær. Var í mat hjá Ástu Brynju. Fór þangað beint eftir vinnu og er nýkomin heim. Mjög góður matur og skemmtileg kvöldstund og þakka ég kærlega fyrir mig.
Kom svo við í 10-11 á heimleiðinni og keypti mér grænan frostpinna...hmmm...bannað að segja samt.
Náði ekki í Súlí mína fyrr en í dag...hún er greinilega vinsæl á afmælisdaginn sinn því að það var bara á tali hjá henni í allt gærkvöld.
En kannski fæ ég bara að hitta hana á morgun...krossum fingur.
Ætla samt að koma mér í bælið núna. Gamlar óléttar konur verða víst að fara snemma að sofa...ef miðnætti telst snemma...hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Þreyta í gangi

Jæja maður er nú aðeins farinn að stækka núna. Ekki hægt að neita því. Þessi mynd var að vísu tekin miðvikudaginn í síðustu viku. Þegar ég var komin 21 viku.
Erna vinkona var eitthvað að biðja um að ég bloggaði um óléttuna og setti inn bumbumyndir. Geri ráð fyrir að taka aðra mynd á morgun þegar það eru 22 vikur.
Litli bumbukútur er alveg að láta vita af sér þarna. Heldur kannski að ég gleymi honum ef hann lætur ekki vita af sér reglulega...hehe...sé ekki að það sé hægt með þessa bumbu.
Hulda vinkona var líka að hringja í mig áðan og segja mér að hún hefið keypt barnadót. Hringdi reyndar í mig fyrr í dag og sagðist vera að skoða strákaföt...hehe...þar sem ljósan sagði að það væru litlar líkur á að typpið og pungurinn myndu detta af...hehehe... en það semsagt kom fram í 20 vikna sónarnum að þetta væri strákur. Spurning hvort að maður verði ekki að fara að undirbúa eitthvað sjálfur.
Stel kannski kommóðunni hans Sissa, sem er ennþá hérna hjá mér, undir barnadót.. svona ef ég fer að tína eitthvað til.
Tilfinningarnar eru eitthvað í rugli þessa dagana. Er eitthvað svakalega viðkvæm núna. En það er nú sennilega bara eðlilegt. Er líka búin að vera orkuminni en ég er vön. Litli kútur tekur víst smá orku frá mér.
Fannar var svo líka að segja mér að amma hans væri að bíða eftir því að ég hefði aftur samband. Og kíkkaði til hennar. Var búin að lofa henni að kíkja á hana í mat eða eitthvað. Hún vill nú líka fá að fylgjast með. Spurning hvort ég láti verða af því um næstu helgi. Ja nema að mamma og pabbi kíki í heimsókn... þar sem mamma á afmæli á sunnudaginn og þetta er fríhelgi hjá henni.
Er svo að fara í mat annaðkvöld til Ástu Brynju. Spurning hvort að það verði ekki bara eitthvað bumbutal þar...hehe...hún er nefnilega sett nokkrum dögum á undan mér.
Verð sennilega að læra að deila þessu með einhverjum fleirum. Er voðalega gjörn á að eiga þetta bara útaf fyrir mig.
Jæja best að fara að hringja í Súlí afmælisbarn áður en klukkan verður of margt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)