Af mér



Af mér er allt gott að frétta.... þ.e. ég allavega nenni ekki að gráta eða nöldra yfir neinu...hehehe.
Steinn Hrannar braggast vel og ég er svona að venjast því að vera mamma. Það er ýmislegt sem ég er búin að aðlaga nýjum aðstæðum og sjálfsagt alveg fullt sem ég á eftir að aðlaga. Skruppum í sveitina og vorum þar í tvær vikur. Það var voða notó að fá hjálp og vera í rólegheitunum hjá foreldrum mínum. Það var samt líka voða gott að komast heima og nú er bara fyrir höndum að reyna að koma okkar lífi í rútínu. Er að vonast til að geta farið að nudda eftir ekkert voðalega langan tíma. En er samt ekkert að flýta mér. Tíminn einhvernveginn bara flýgur áfram og dagarnir bara hverfa. Er að reyna að vera dugleg að fara út að labba amk á meðan veðrið er svona gott. Hef aðeins verið að nýta þessa labbitúra líka í að fara í heimsóknir og hitta fólk. Þannig að ég var t.d. bara að koma heim um kl. 21 í kvöld... en fór út eitthvað um kl. 15.... skrapp í búð og svo í heimsókn. Fínt líka að fara að reyna að byrja að koma sér í form aftur... fer vonandi að fara að komast í ræktina aftur. Synd að vera að borga alltaf mánaðargjald í ræktina og komast ekkert. En það er víst ekki hægt að frysta kortið mitt og ég er með samning fram í júní 2009. Hehe ég er alveg búin að plana þetta sko...hehehe...set Stein Hrannar í pössun hjá Freyju systir á meðan ég er í ræktinni. Hún býr nefnilega mjög stutt frá og þá gæti ég gefið honum að drekka þar áður en ég fer í ræktina. Skotist svo í ræktina. Og gefið honum hjá Freyju um leið og ég kem úr ræktinni aftur. Þá þarf ég ekkert að vera að stressa mig á tíma í ræktinni. Á reyndar eftir að ræða þetta við Freyju...híhí. En hún er hvort eð er búin að panta að vera uppáhalds-frænkan þannig að hún getur unnið í því á meðan ég er í ræktinni...hehe.

Jæja vildi bara láta vita að ég er á lífi. Þarf að fara að sinna litla snúðnum mínum.

Breytingar



Það hafa orðið svakalegar breytingar á mínu lífi síðustu vikur og mánuði. Þetta hefur verið erfiður tími en lærdómsríkur. Og nú er bara ekkert að gera nema horfa jákvætt á þennan tíma. Held samt að það sé fyrst núna sem ég er að gera mér grein fyrir því hvað þetta eru samt miklar breytingar. Og að þessar breytingar eru komnar til að vera. Þetta skall svoltið á mér þegar ég kom loksins heim með Stein Hrannar. Þetta er búið að vera meira svona eins og erfið vinna... með löngum vinnudegi. En að vinnudegi loknum þá fór ég heim að sofa.
Það var þó alltaf mjög erfitt að fara heim á kvöldin. Þó að ég treysti starfsfólkinu upp á Vökudeildinni alveg fullkomlega, þá er þetta nú samt barnið mitt og ég vildi vera hjá því. Ég verð því að viðurkenna að ég er mjög fegin að þetta er tímabil sem er liðið.
Við erum held ég bæði að verða búin að venjast þessum breytingum. Auðvitað eru ennþá hlutir sem við erum að læra inná... og þá sérstaklega ég.
Ég hef samt svoltið verið að spá í það hversvegna fólk þarf alltaf að vera að velta því fyrir sér hverjum barnið líkist. Hvort líkist það föður eða móður. Ég hef aldrei átt eitthvað sérlega auðvelt með að sjá það. Og satt best að segja finnst mér Steinn Hrannar bara líkjast sjálfum sér. Ég er búin að heyra rosalega mikið af báðu.. bæði því að hann líkist mér og því að hann líkist pabba sínum. Ég held því þó áfram fram að hann líkist bara sjálfum sér.

Vildi bara láta vita að ég er ekki alveg týnd. En ætla þó að fara að skreiðast í bælið.

Gera klárt

Ég er að reyna að myndast við að gera klárt fyrir heimkomu prinsins.  Það gengur nú samt frekar hægt þar sem það er nú ekki mikill tími aflögu hjá mér.  Fékk kommóðu frá systkinum mömmu og þakka ég kærlega fyrir það.  Settum hana saman strax og er ég búin að þrífa hana og gera klára fyrir fötin.  Nú er bara að fara að setja fötin á sinn stað. 
Fer á eftir og næ í vögguna til Grétars og Rögnu.  Gína frænka ætlar að skutlast með mig.  Hehe.. þetta er allt svaka púsl. 
Er held ég að verða komin með allt sem ég nauðsynlega þarf áður en hann kemur heim.  Svo er að sjálfsögðu fullt af atriðum sem mig vantar en ég get verið að redda mér smám saman eftir að gaurinn kemur heim.
Þetta er pínu farið að taka á mig.  Var svo þreytt í gær að ég hélt að ég myndi líða útaf.  Var komin með svima og allt... og rétt náði að taka verkjatöflu áður en ég fékk mígrenikast... var komin með fyrstu einkennin (er farin að þekkja þetta).  Var sem betur fer með verkjatöflur (sem eru í lagi þó að ég sé með barn á brjósti) og náði að skella þeim í mig.  Tókst að sofa vel á milli mjaltatíma í nótt.  Svo að ég er mikið hressari í dag.  Vona að það endist... þar sem ég verð á fullu í allan dag.. sýnist mér á öllu.  Sé til hvort að ég reyni samt ekki bara að taka kvöldið fyrir mig.   Well kemur í ljós bara. 
Barnalandssíðan er læst en verið endilega óhrædd að óska eftir aðgangi. 

Barnalandssíða

Jæja nú er Steinn Hrannar kominn með síðu á barnalandi. Slóðin er http://steinnhrannar.barnaland.is/

Hellú



Sorry hvað það eru liðnir margir dagar síðan síðast. Deidi var vigtaður fyrir tveimur dögum og var þá orðinn 2658 gr. Þannig að hann er alveg að halda áfram að dafna vel þó að hann sé hættur á "Trölladuftinu". Hann verður þó vigtaður aftur í dag. Hann er einnig aðeins meira farinn að taka bæði brjóst og pela en það er þónokkuð í land ennþá.
Í gær fór Deidi svo í augnskoðun og komu þá í ljós einhverjar smávægilegar breytingar í augnbotnunum en það eru þó líkur á að þær breytingar eigi eftir að ganga til baka. Og þarf hann að fara í aðra skoðun eftir tvær vikur.
Það er nú ekki við því að búast að maður fái alltaf góðar fréttir, þó að það sé að sjálfsögðu það sem maður vill. Í gær kom í ljós að Deidi er kvitslitinn. Þetta er ekki mikið og er víst frekar algengt hjá fyrirburastrákum. Þetta verður lagað með smá aðgerð áður en hann útskrifast. Og er víst ekkert mikið mál... sennilega mest erfitt fyrir mömmuhjartað. Aðgerðin er víst ekki meira mál en það að hann ætti að geta farið heim strax daginn eftir aðgerðina. Þau á sjúkrahúsinu vilja því bíða með aðgerðina alveg fram undir það þegar hann er að fara að útskrifast.
Fyrir utan þetta er allt gott að frétta. Og höldum við bara áfram í okkar sömu rútínu og venjulega.
Ég þarf þó að fara að undirbúa eitthvað hérna heima því að það styttist í að Steinn Hrannar fari að koma heim. Ég á eiginlega bara eftir að gera...hmmm... ALLT

Seinni lotan hafin



Steinn Hrannar var kominn yfir 10 merkurnar í gær (fyrradag) þegar hann var vigtaður. Hann vigtaðist 2548 grömm og mældist 46,5 cm. Hann er því hættur að fá blandaða mjólk... núna fær hann bara hreina móðurmjólkina. Og viti menn... honum tókst í fyrsta skipti í kvöld að drekka úr brjósti. Náði alveg 20 ml sem er bara nokkuð gott svona í byrjun. Full gjöf hjá honum er 57 ml á þriggja tíma fresti (miðað við síðustu vigtun). Nú er því bara að halda áfram á þessari braut og þá fer nú að styttast í seinni hlutann.
Núna fer samt sennilega að hægja aðeins á þyngdaraukningunni þar sem hann er hættur á "trölladuftinu". En ég trúi því samt að hann muni halda áfram að standa sig frábærlega.

Við viljum líka þakka allar frábæru kveðjurnar sem við höfum fengið hér inni. Hjálpar alveg ótrúlega við að halda andanum gangandi í gegnum þessa baráttu.
Knús á ykkur öll.

Upplýsingaflæðið eitthvað lélegt



Gamla settið eitthvað farið að kvarta að ég sé ekki nógu dugleg að henda inn upplýsingum hér...hehe.
Kappinn vigtaðist 2466 grömm í gær. Er hann því alveg að detta inn í 10 marka markið. Gæti jafnvel hafa dottið inn í það í dag (gær þar sem þetta er skrifað eftir miðnætti) en hann verður þó ekki vigtaður fyrr en í fyrramálið. Þá er einnig baðdagur og lengd og höfuðmál tekið.
Þegar hann er kominn í 2500 grömm hættir hann að fá fæðubótaefni í mjólkina sína. Núna er hann líka að komast á það stig að hann eigi að vera fær um að drekka af brjósti. Auðvitað kemur það ekkert bara einn tveir og tíu.... hann vildi heldur ekki svara mér þegar ég var að reyna að fá hann til að samþykkja að við yrðum útskrifuð 16. maí. En er þögn ekki sama og samþykki???
Ég er þó farin að láta hann fá stærra snuð en hann hefur verið með hingað til. Hann hefur nefnilega ekki þurft að opna munninn neitt svakalega mikið til að grípa fyrirburasnuðið sem hann hefur verið með. Og því hefur hann heldur ekki verið neitt voða duglegur við að opna munninn þegar ég er að leggja hann á brjóst. Þannig að nú er bara að breyta því...mamma gamla bara þrjóskast við... hún er nú ekki naut fyrir ekki neitt.

Update



Lífið gengur voða mikið bara sinn vana gang hér hjá okkur Steini Hrannari. Við vitum ekki alveg alltaf hvaða vikudagur er en okkur líður samt bara alveg ágætlega.
Steinn Hrannar er kominn í nýtt tæki.. þ.e. hann er laus við súrefnismettunarmælinn og kominn með öndunarskynjara í staðinn. Þ.e. hann er með mæli sem skynjar hvort að hann andar eða ekki. Ef hann andar ekki í 20 sek þá pípir mælirinn. Þetta virðist ganga prýðilega (7-9-13) og heyrðist ekki í tækinu í allan dag á meðan ég var þarna. Það er svo ekki fyrr en á ca 35 viku sem hann á að vera vaxinn upp úr þessari öndunargleymsku.
Það var svo bað-dagur í dag og fékk Steinn Hrannar að fara í bað í stórum bala. Ekkert vaskasull neitt.. maður er orðinn alltof stór fyrir það..hehe.
Svo var hann vigtaður og er kominn upp í 2382 gr. Fer bara bráðum að verða bolla..hehe.


Nýjasta nýtt


Steinn Hrannar var fluttur yfir á vinstri ganginn á þriðjudaginn. Þvílíkur munur. Hann var líka vigtaður í gær og var þá orðinn 2168gr. Verður svo vigtaður aftur á morgun. Hann var hinsvegar lengdarmældur í dag og er hann orðinn 45,5cm.
Steinn Hrannar fékk líka að fara í fyrsta skipti í alvöru bað í dag. Þá á ég við að ég var ekki bara að strjúka af honum með blautum klút, heldur fékk hann að fara ofan í vatnið. Í þetta skiptið var bara notaður vaskurinn en við eiginlega komumst að þeirri niðurstöðu að vaskurinn er of lítill fyrir svona stóran strák..hehe.. þannig að næst fær hann að fara í bala-bað...hehe.

Við Deidi litli viljum líka bara óska öllum gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn. Knús og kossar til allra.

Bara smá af okkur



Já Steinn Hrannar var vigtaður í dag.. orðinn 2105 gr. Allt að gerast bara. Stendur sig rosa vel. Núna er hann því kominn upp í 47 ml, af mjólk, á þriggja tíma fresti. Svo gæti bara farið svo að það losni pláss á vinstri ganginum á morgun og þá kannski bara fáum við að flytja okkur yfir. Það yrði nú voða þægilegt. Þar sem það er meira svona kósí að vera vinstra megin. En það er náttúrulega gott að vera samt ekki að fara yfir fyrr en Steinn Hrannar er alveg tilbúinn.
Ég var svo aðeins að tína föt í kommóðu í gær. Fæ lánaða kommóðuna hans Sissa þar til Steinn Hrannar fær sína eigin kommóðu. Var búin að þvo eiginlega öll nýju fötin hans ... en nú er hann búinn að fá meira af nýjum fötum þannig að ég verð að halda áfram að þvo...hehe.
Jæja það er víst best að fara að mjólka sig... ekki viljum við að kappinn svelti..hehe.. segi ég og er svo búin að fylla frystirinn á sjúkrahúsinu...haha...en þetta endist nú kannski ekki endalaust.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband