Miðvikudagur, 23. janúar 2008
Grátur

glitter-graphics.com
Nú er það orðið ljóst að ég fer ekki á þorrablót þetta árið....grát grát. Aðalkrúttið mitt kemst ekki þar sem hann er búinn að vera veikur. Langar samt alveg ógeðslega mikið. Veitir ekki af til að hressa mig aðeins við. Búið að vera svoltið mikið álag á mér...andlega...síðustu daga.
En það er svona...hef hvort eð er ekki efni á að taka mér frí úr vinnunni. Og þarf þá ekki að hafa áhyggjur af því í hvaða fötum ég á að vera... er víst ekki alveg að passa í öll fötin mín í augnablikinu.
Nú er bara spurning hvort að mamman og pabbinn sendi mér smá hangikjöt og svið...og að sjálfsögðu meira laufabrauð, þar sem ég er búin með það sem ég kom með suður eftir áramótin. Og þá get ég kannski bara haft mitt eigið þorrablót og boðið kannski aðalkrúttinu mínu og jafnvel fleirum. Ég mun þó ekki bjóða uppá hákarl. En boðsgestum væri þó velkomið að koma með sinn eigin...hehehe.
Brummi minn fær að fara í viðgerð í næstu viku. Fékk að vita það í gærkvöldi að ég má mæta með hann til Magga á mánudagsmorgun. Jei jei.. fæ meira að segja bílaleigubíl á meðan. Aldrei að vita nema ég verði bara á betri dekkjum svona rétt á meðan...hehe. Þá er nú í lagi að það sé snjór...tíhí. Gaman að hafa snjó í höfuðborginni... bara ekki á götunum meðan ég er ekki á betri dekkjum.
Það er farið að verða frekar erfitt að vera í tölvunni. Trítla krútt er nefnilega alltaf að missa sig á skjánum. Hún þarf að elta músina og allar hreyfingar sem sjást á skjánum. Spurning kannski bara hvort að hún sé að senda koss til allra hérna á meðan ég er að blogga....hún er allavega með nebbann límdan við skjáinn.
Var í heimsókn hjá Huldu vinkonu í gærkvöldi og horfðum á dvd. Svo kom dóttir hennar heima og þegar hún sá skóna mína í forstofunni spurði hún hver væri í heimsókn. Þegar Hulda sagði það þá kom bara að ég væri ekki gestur...hehehe...spurning hvort að ég sé of oft þarna í heimsókn...hmmm.
Hrindi í mömmu hans Kalla í fyrrakvöld. Og er núna með samviskubit yfir því að hafa ekki hringt í hana fyrr. Hún er nefnilega alveg yndisleg.
Hún vill endilega að ég haldi áfram að vera í bandi og kíki í heimsókn og svona. Komi jafnvel í mat. Bara að ég láti vita á undan svo að hún sé örugglega með mat. Þar sem hún er alveg eins og aðrir með það að nenna kannski ekki alveg alltaf að elda fyrir sig eina....ekki það að ég nenni því nú eiginlega aldrei..hehe. Gott að vera með mötuneyti í vinnunni..hehehe... þá þarf ég ekki að elda á kvöldin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 20. janúar 2008
Kisulingur

Jæja.. nú er ég bara komin með lítinn kisuling á heimilið. Var búin að ákveða að ég myndi ekki fá mér kött aftur eftir að Lúlla fór. En aldrei segja aldrei, því aldrei getur aldrei orðið aldrei.
Þetta er algjör krúttulingur... EN!!!... ég er öll orðin sundur klóruð. Og þá er ég ekki að grínast. Meira að segja bakið á mér hefur fengið að finna fyrir klónum á henni. Henni finnst nefnilega ekkert að því að hlaupa upp á axlirnar á mér... þegar ég stend og er að tannbursta mig... þó að ég sé í topp sem er ber í bakið...hmmm.
Hef reyndar fengið smá skammir í hattinn, fyrir að hafa tekið að mér kött á þeim tímapunkti þar sem ég í rauninni ekki má koma nálægt kattasandinum. Well... maður bara reynir að gæta fyllsta hreinlætis... nota hanska og vera duglega að þvo mér vel á eftir.
Leigjandin er fluttur út...þannig að nú get ég aftur farið að ganga nakin um íbúðina... híhí. Á reyndar eftir að fá borgunina fyrir þessa 15 daga sem hann var hérna í janúar. Já og reyndar líka fyrir adsl-stækkuninni alla mánuðina sem hann var hérna (sú stækkun var bara fyrir hann.. hef ekkert með svona stóra tengingu að gera sjálf). Ég er sennilega ekki nógu harður rukkari. Ekki það að þetta sé mikill peningur... en mig munar um allt þessa dagana. Spurning um að einhver bjóði sig fram í að rukka hann fyrir mig. Fá kannski líka sængina sem ég lánaði honum fyrir son hans... get ekki séð betur en að hann hafi tekið hana með sér líka þegar hann flutti út. Ætlaði nefnilega að fara að viðra aukasængurnar mínar um daginn.. svona fyrst að ég er aftur komin með pláss fyrir fólk í gistingu (þá er nú betra að hafa auka sængurnar og koddana í góðu ásigkomulagi).. en get bara hvergi fundið sængina.
Styttist í þorrablótið í sveitinni. Gulla litla pínu fúl. Bárðdælingar nefnilega ákváðu að hafa þorrablótið á föstudegi þetta árið. Hentar meira en lítið illa fyrir fólk sem er í vinnu og býr á öðru landshorni. Er samt ekki alveg búin að afskrifa það ennþá. Er að reyna að fá aðalkrúttið mitt til að koma með mér. Veit að honum finnst þorramatur svoltið mikið góður. Og þar sem hann þekkir Bárðdælinga svoltið mikið þá myndi hann skemmta sér konunglega á blótinu. En þetta kemur bara í ljós. Verð samt að vera búin að láta vita í síðasta lagi á miðvikudaginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 8. janúar 2008
Smá upprifjun á nýliðnu ári
Já hvað get ég sagt. Árið 2007 byrjaði bara ósköp venjulega....þ.e. miðað við hvernig líf mitt var á þeim tímapunkti. Var reyndar ekki í sveitinni þau áramótin og var því ein þegar nýja árið gekk í garð. En engu að síður var byrjun ársins mjög svona venjuleg, ef hægt er að segja svo. Það var ekki fyrr en í lok febrúar sem upphaf mikils breytingaferlis átti sér stað. Það breytingaferli tók þónokkurn tíma, en samt fannst mér þetta gerast allt mjög hratt. Breytingarnar voru frekar neikvæðar og hafa reynt á sálarlíf mitt (all verlulega).
Ég hef þó reynt að halda mínu striki og verið í ræktinni og stundað mína vinnu, eins og ég hafði gert síðustu mánuði þar á undan.
Fór á Dale Carnegie og held ég að það hafi nú bjargað geðheilsu minni í gegnum þetta allt. Það þýðir ekki að hafa endalaust áhyggjur af því sem á eftir að gerast heldur bara taka hvern daga fyrir í einu. Og þannig lifði síðari helming ársins 2007 (og geri enn). Ef mér hefði ekki tekist það, þá er ég nokkuð viss um að ég væri sennilega inni á geðdeild núna.
Tilfinningarússibaninn hefur verið á við hrikalegasta rússíbana heims held ég bara. Þetta hefur allt tekið mikið á, en eftir stend ég þó sem þroskaðri einstaklingur (ætla ég rétt að vona).
Gríðarlegt áfall fékk ég þó núna í lok nóvember og er ég ekki alveg búin að átta mig á því sem í kjölfarið kemur. En það kemur þó vonandi fljótlega. Og þá erum við að tala um breytingar sem breyta öllu. Í framhaldi af því hef ég tekið ákvörðun sem ég veit að margir (jafnvel flestir sem bera minn hag fyrir brjósti) koma til með að fagna. Sumum hef ég sagt frá þessari ákvörðun minni en vil þó ekki vera að auglýsa hana hér þar sem ég hef ekki rætt það við þá sem hlut eiga að máli.
Í byrjun desember fór ég í tvær vikur til Danmerkur. Sú ferð var ekki alveg eins og hún átti að vera. Reyndi þónokkuð á og skilaði ekki því sem hún átti að skila. Ég get þó ekki annað en sagt að ég er samt fegin að hafa farið og verið þarna á þessum tímapunkti. Hjálpar jafnvel við að klára ákveðið mál sem þarf að klára. Í þessari ferð kynntist ég einnig frábæru fólki sem ég mun halda sambandi við. Og hafa stutt mig og reynst mér vel, þó að ekki sé langur tími liðinn frá fyrstu kynnum.
Ég veit að ég hef lagt þónokkuð mikið á þá sem þykja vænt um mig og vil ég biðjast afsökunar á því. Í leiðinni vil ég þó þakka allan stuðninginn sem ég hef fengið frá sama fólki.
Árið 2008 sé ég fyrir mér sem ár mikilla breytinga á mínu lífi. Ég get ekki annað en tekið því fagnandi, þó með vissan kvíðahnút í maga. Ég get ekki lofað að ég eigi ekki eftir að halda áfram að leggja ýmislegt á mína nánustu en vona þó að það verði á jákvæðari nótum en sl ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 8. janúar 2008
Comment
Ég er þó búin að eyða umræddu commenti út en tók þó niður IP töluna, ef svo færi að mig langi til að láta rekja hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 3. janúar 2008
Gleðilegt nýtt ár

glitter-graphics.com
Jæja nú fer lífið aftur að fara að ganga sinn vana gang....með einhverjum breytingum þó. Nýtt ár komið og vonandi með batnandi tíð og blóm í haga. Ekki það að ég get ekki sagt að það byrji voða vel hjá mér. Það var nefnilega keyrt aftan á mig í gær. Ég var bara í sakleysi mínu á leiðinni heim úr vinnunni. En svona er þetta. Vona bara að það sé satt að fall sé fararheill.
Eyddi jólafríinu í sveitasælunni. Með öllu því áti sem því fylgir. Verst að maður þarf að trappa sig niður í átinu aftur. Maður er orðinn svo vanur því núna að vera að borða næstum því nonstop allan daginn. En það hlýtur að vera fljótt að venjast af manni aftur.
Skrapp í eitt partý milli jóla og nýjárs. Það var haldið á Sandhaugum og var þar samankominn þessi vanalegi hópur. Þ.e. hópurinn minn úr sveitinni. Reyndar var hún Ella Sigga mætt á klakann og var rosa gaman að sjá hana. En hún er nú ekki alltaf að gera sér ferð frá dk til að kíkja í partý...hehehe... finnst það nú hálf lélegt af henni....grín.
Að sjálfsögðu voru jólaboðin á sínum stað...Verð nú samt að viðurkenna að ég myndi nú svosem ekkert gráta þó að þau væru ekki alveg á hverju ári... en það er samt eiginlega orðin hefð.
Svo vil ég að sjálfsögðu þakka fyrir allar góðu gjafirnar og sætu jólakortin.
Jæja ætli ég verði samt ekki að halda áfram að vinna. Tölvan mín er bara búin að vera að stríða mér svona á nýju ári... svon að ég hef ekki getað skellt inn neinu heiman frá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 16. desember 2007
Komin heim

Já sorry að ég er ekki búin að blogga síðan í síðasta mánuði. Fór erlendis 03.12.2007 og var bara að koma heim núna áðan. Ferðin varð nú samt ekki alveg eins og hún átti að vera ... en ég er samt mjög ánægð með að hafa farið.
Ég var ekki beint í skemmtiferð og því voru engar myndir teknar. Þannig að þið fáið ekkert að sjá neinar nýjar myndir.
Tók samt hálfan dekurdag í nýju vinnunni hans Jóa. Fór í ljós, sauna og aromabath. Ásamt því að fá andlitsmaska og veitingar.
Það er eiginlega alltof mikið í gangi hjá mér en ekkert af því sem ég get sagt frá hér og nú.
En þið vitið þó allavega að ég er á lífi enn og aftur...hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 27. nóvember 2007
Enn á lífi

glitter-graphics.com
Já já ég er enn á lífi. Veit að ég er búin að vera svakalega léleg að blogga. Það eru ýmsar ástæður fyrir því. En allavega... ég er búin að setja jólaseríur í alla gluggana hjá mér og komin með jóladót í vinnuna...hehehe. Og viti menn.. heitt kakó bragðast miklu betur úr jólakönnu en venjulegri könnu...hehehe... kemur svona jólabragð.
Er samt ekki farin að hlusta á jólalög nema bara þegar ég fór í Hagkaup í Kringlunni með henni Súlí vinkonu. Þá var bara verið að spila jólalög þar.
Er ekki neitt farin að undirbúa jólin að öðru leiti samt.
Það virðist einhvernveginn alltaf vera svo mikið að gera. Ætlaði að vera búin að baka sörur... en það bíður betri tíma.
Jæja.. best að koma sér í mat... er að stelast til að láta vita af mér ... þó að ég sé í vinnunni.
Knús og kossar frá Gullunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Í lausu lofti
(færsla frá því mánudaginn 05.11.2007)
Er búin að vera eitthvað svo svakalega í lausu lofti undanfarið. Er alltaf á leiðinni að fara að gera eitthvað og svo gengur það aldrei upp. Er eiginlega orðin pínu þreytt á þessu. Svo finnst mér ég einhvernveginn aldrei vera frjáls heima hjá mér núna þar sem ég bý ekki ein...og ekki með kærastanum mínum.
Verð að reyna að endast þetta allavega fram að áramótum. Held að staðan hjá mér ætti að vera orðin þannig þá að ég geti lifað af án þess að vera með leigjanda... þ.e. bara svona eins og ég lifi af í dag með því að vera með leigjanda.
Er að mestu búin að ná mér eftir þessa skemmtilegu pest um daginn... en verð þó að viðurkenna að orkan er nú ekki alveg komin aftur. En það gæti nú kannski líka spilað inní að veðrið er búið að vera eitthvað hálf leiðinlegt.
Fór í Halloween partý á laugardaginn síðasta....og var það hún Erna mín sem farðaði mig... verð að viðurkenna að ég hefði ekki viljað mæta mér í myrkri. ..Spurning hvort að Erna splæsi á mig einni mynd eða svo... sem hún tók af mér þegar ég var komin í átfittið...hehehe.
Well.. vildi bara láta vita að ég er enn á lífi. Nenni ekki að hanga í tölvunni heima á kvöldin þegar ég er búin að vera límd við hana allan daginn í vinnunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 24. október 2007
Skárri

glitter-graphics.com
Ég er mikið skárri í dag en ég er búin að vera undanfarna daga. Hefði þó ekkert á móti því að vera ennþá hressari. Er þó búin að vera dugleg og passa uppá að mér verði ekki kalt og svona... ekki alvitlaus þó að ég höndli ekki að vera of lengi heima.
Held þó jafnvel að ég ská skárri en kallinn...hmmm...hann endaði með sjúkrabíl á spítala í dag. Eftir að hann leið útaf í bílnum. Sem beturfer var einhver flutningabílstjóri búinn að vera að keyra á eftir honum og fylgjast með honum (þar sem hann keyrði hálf skringilega). Þegar sjúkrabíllinn mætti á staðinn þurfti að sprauta hann í gang með adrenalíni... ekki sniðugt. Og nú er hann búinn að vera í einhverjum allskonar rannsóknum og testum. Er bara að bíða eftir að fá að heyra niðurstöðurnar.
Það er á svona tímum sem mér finnst MJÖG erfitt að vera svona langt í burtu frá honum. Og mér hefur nú jafnvel heyrst á honum að honum finnist líka erfitt að hafa mig svona langt í burtu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 23. október 2007
Lasaruz

glitter-graphics.com
Já mín er bara búin að vera lasaruz síðustu daga. Er vonandi að hressast og stefni á að mæta í vinnu á morgun. Það að vera veik heima er eitt það leiðinlegasta sem ég geri. En ég er nú ekki alveg ein um það að vera búin að vera veik. Hann Kalli minn er búinn að vera að æla lungum og lifur og ég held nú jafnvel að ég sé bara þónokkuð hressari en hann. Svo var hann Sissi krútt líka veikur heima í dag...þ.e. framyfir hádegi. Þá reyndi hann að koma sér á fætur og út. Hann var meira að segja svoooooo sætur að hann kom og færði mér mótorhjólahanska að gjöf og óskaði mér til hamingju með mótorhjólaprófið. Algjör krútt bara.
Mamma kíkti við hérna á föstudagskvöldið og gisti hjá mér. Og Freyja kom þá líka í smá heimsókn. Á laugardagsmorgun litaði ég svo hárið á mömmu og setti í hana strípur. Freyja og Snorri kíktu svo við aftur rétt þegar mamma var að skola strípulitinn úr. Þannig að þau gátu séð árangurinn áður en gellan fór svo á flugvöllinn og hélt til USA.
Jæja ... er eitthvað svo ónýt núna hálf slöpp ennþá að ég man ekkert til að segja. Ætla því bara að hringja smá í kallinn til að heyra hvort að hann sé enn á lífi eða hvort að hann sé búinn að æla einhverju meiru en lungum og lifur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)