Hellú



Sorry hvað það eru liðnir margir dagar síðan síðast. Deidi var vigtaður fyrir tveimur dögum og var þá orðinn 2658 gr. Þannig að hann er alveg að halda áfram að dafna vel þó að hann sé hættur á "Trölladuftinu". Hann verður þó vigtaður aftur í dag. Hann er einnig aðeins meira farinn að taka bæði brjóst og pela en það er þónokkuð í land ennþá.
Í gær fór Deidi svo í augnskoðun og komu þá í ljós einhverjar smávægilegar breytingar í augnbotnunum en það eru þó líkur á að þær breytingar eigi eftir að ganga til baka. Og þarf hann að fara í aðra skoðun eftir tvær vikur.
Það er nú ekki við því að búast að maður fái alltaf góðar fréttir, þó að það sé að sjálfsögðu það sem maður vill. Í gær kom í ljós að Deidi er kvitslitinn. Þetta er ekki mikið og er víst frekar algengt hjá fyrirburastrákum. Þetta verður lagað með smá aðgerð áður en hann útskrifast. Og er víst ekkert mikið mál... sennilega mest erfitt fyrir mömmuhjartað. Aðgerðin er víst ekki meira mál en það að hann ætti að geta farið heim strax daginn eftir aðgerðina. Þau á sjúkrahúsinu vilja því bíða með aðgerðina alveg fram undir það þegar hann er að fara að útskrifast.
Fyrir utan þetta er allt gott að frétta. Og höldum við bara áfram í okkar sömu rútínu og venjulega.
Ég þarf þó að fara að undirbúa eitthvað hérna heima því að það styttist í að Steinn Hrannar fari að koma heim. Ég á eiginlega bara eftir að gera...hmmm... ALLT

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Lilliendahl

Mikið er gott að fá að fylgjast með elskan og veit að aðgerðin á eftir að ganga eins og í sögu ;)

Erna Lilliendahl, 7.5.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband